Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Yfir Grænlandi
í ellefu kílómetra hæð
Skýhnoðrar
við sjóndeildarhring
Ég horfi niður á morgunroðann
Mörg glitrandi
augu sólarinnar
bak við blóðrauð ský
Mjúkir armar
sólstafanna
vefja sig um
gil og gljúfur jökulsins
Lending á Íslandi
í glampandi sólskini
(Október 2002)
2009-04-30
2009-04-29
Kvöld við sundin
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Dimmrauð ský
speglast
í lygnum sjónum
Haf og himinn
verða eitt
í logandi sólskini
Við sundin bláu
(Október 2002)
Dimmrauð ský
speglast
í lygnum sjónum
Haf og himinn
verða eitt
í logandi sólskini
Við sundin bláu
(Október 2002)
2009-04-28
Gengið um fjöruna
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng um fjöruna
á blöðruþanginu
Bárurnar koma
hver af annarri með
drifhvítan faldinn
Vefja sterkum
örmum sínum
um glerhálar klappir
Gefa landinu
leikföng sín
sprek og skeljar
Börn landsins
byggja kastala
og borgir í sandinum
sem vefja um sig
birtu frá sindrandi
norðurljósum
Hverfa í háum röstum
og dynjandi brimgný
(Október 2002)
Ég geng um fjöruna
á blöðruþanginu
Bárurnar koma
hver af annarri með
drifhvítan faldinn
Vefja sterkum
örmum sínum
um glerhálar klappir
Gefa landinu
leikföng sín
sprek og skeljar
Börn landsins
byggja kastala
og borgir í sandinum
sem vefja um sig
birtu frá sindrandi
norðurljósum
Hverfa í háum röstum
og dynjandi brimgný
(Október 2002)
2009-04-27
Rjúpan
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þegar sólin gægðist
yfir austurfjöllin
Var jörðin komin
í jólakjólinn sinn
drifhvíta
Og mosinn efst
í fjallinu búinn
að draga hvíta sæng
upp fyrir höfuð
Rjúpan kúrir
í kjarrinu
Klettarnir horfa
á manninn nálgast
Aftur til baka
liggja spor hans
með blóðdropum
á kjólfaldinum
drifhvíta
Hann var aðeins
að ganga til rjúpna
og njóta lífsins
(Mars 2003)
Þegar sólin gægðist
yfir austurfjöllin
Var jörðin komin
í jólakjólinn sinn
drifhvíta
Og mosinn efst
í fjallinu búinn
að draga hvíta sæng
upp fyrir höfuð
Rjúpan kúrir
í kjarrinu
Klettarnir horfa
á manninn nálgast
Aftur til baka
liggja spor hans
með blóðdropum
á kjólfaldinum
drifhvíta
Hann var aðeins
að ganga til rjúpna
og njóta lífsins
(Mars 2003)
2009-04-26
Filippseyjar - Ísland
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Græn fjöll
Brún augu
Svart hár
Dimm nótt
Blá fjöll
Blá augu
Ljóst hár
Björt nótt
(2004)
Græn fjöll
Brún augu
Svart hár
Dimm nótt
Blá fjöll
Blá augu
Ljóst hár
Björt nótt
(2004)
2009-04-25
Frá Filippseyjum - 11
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Kvöld eitt á
eyjunum grænu
sá ég skógardísina
svífa milli trjánna
hún dansaði á
pálmablöðunum
Ég heyrði hana syngja
ég er í trjánum fjöllunum
í öllu landinu
komdu til mín
ferðamaður
þeir sem sjá mig og heyra
komast ekki
frá mér aftur
þeir eru fangar
mínir að eilífu
(2005)
Kvöld eitt á
eyjunum grænu
sá ég skógardísina
svífa milli trjánna
hún dansaði á
pálmablöðunum
Ég heyrði hana syngja
ég er í trjánum fjöllunum
í öllu landinu
komdu til mín
ferðamaður
þeir sem sjá mig og heyra
komast ekki
frá mér aftur
þeir eru fangar
mínir að eilífu
(2005)
Heimsókn til afa
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Afi komdu sestu hjá mér
Hér er bókin hvað er að frétta
Hér er mús með litla fætur
Hér er líka villisvínið
Hér er stokkönd líka skeiðönd
líka er hér skúfönd, straumönd
sjáðu spóa líka starra
Hér er lítill snjótittlingur
Sjáðu skötu og skötuselinn
og krókódíllinn er hér líka
Sjáðu ýsu líka lýsu
lýri er hérna langa, keila
Hér er ljónið sebra og api
pokadýrið, padda, panda
Hér er hundur, hestur, krummi
Maríuhæna komdu og sjáðu
Litlir fingur fletta bókum
Litlir fætur á gólfi tifa
Blessaðir verið blíðu strákar
með dökkbrún augu svarta lokka
Afi komdu sestu hjá mér
Hér er bókin hvað er að frétta
Hér er mús með litla fætur
Hér er líka villisvínið
Hér er stokkönd líka skeiðönd
líka er hér skúfönd, straumönd
sjáðu spóa líka starra
Hér er lítill snjótittlingur
Sjáðu skötu og skötuselinn
og krókódíllinn er hér líka
Sjáðu ýsu líka lýsu
lýri er hérna langa, keila
Hér er ljónið sebra og api
pokadýrið, padda, panda
Hér er hundur, hestur, krummi
Maríuhæna komdu og sjáðu
Litlir fingur fletta bókum
Litlir fætur á gólfi tifa
Blessaðir verið blíðu strákar
með dökkbrún augu svarta lokka
2009-04-24
Frá Filippseyjum - 10
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þessi mýkt
í græna
landinu
þegar húmar
Ég heyri í
öldum hafsins
og blöðum trjánna
þau hvísla
Komdu aftur
Og í börnum
landsins
Kemurðu aftur
Þessi mýkt
í græna
landinu
þegar húmar
Ég heyri í
öldum hafsins
og blöðum trjánna
þau hvísla
Komdu aftur
Og í börnum
landsins
Kemurðu aftur
2009-04-23
Frá Filippseyjum - 9
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Börn þessa lands
synda sýngja brosa
eru glöð allan daginn
Þau gleyma sér
Finna gröf
fátæktar sinnar
í gleðinni
(2004)
Börn þessa lands
synda sýngja brosa
eru glöð allan daginn
Þau gleyma sér
Finna gröf
fátæktar sinnar
í gleðinni
(2004)
2009-04-22
Frá Filippseyjum - 8
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng niður
í dalinn
Hverf langt
í græna litinn
Sest við tréð
horfi á eplin
banana, hnetur
á trjánum
Var Eden hér
sit ég við tré
skilnings og visku
í landinu græna
Var Eva brún
með svart hár
svört augu
Adam hvítur
með ljóst hár
blá augu
Enn eru eplin rauð
safarík sæt freistandi
(2004)
Ég geng niður
í dalinn
Hverf langt
í græna litinn
Sest við tréð
horfi á eplin
banana, hnetur
á trjánum
Var Eden hér
sit ég við tré
skilnings og visku
í landinu græna
Var Eva brún
með svart hár
svört augu
Adam hvítur
með ljóst hár
blá augu
Enn eru eplin rauð
safarík sæt freistandi
(2004)
2009-04-21
Frá Filippseyjum - 7
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Suðræna hafið
sendir bárur
sínar að
ströndinni
sem dansa
við svartan
sandinn
Ég dansaði
við brúnu
konuna
með svörtu
augun í
heitum sandinum
Á Suðurhafseyjum
(2004)
Suðræna hafið
sendir bárur
sínar að
ströndinni
sem dansa
við svartan
sandinn
Ég dansaði
við brúnu
konuna
með svörtu
augun í
heitum sandinum
Á Suðurhafseyjum
(2004)
2009-04-20
Frá Filippseyjum - 5
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Nokkur laufblöð
fallin til jarðar
fölnuð
Rósir á stalli
útsprungnar
Á morgun
allt eins
Nema við erum
farin
(2004)
Nokkur laufblöð
fallin til jarðar
fölnuð
Rósir á stalli
útsprungnar
Á morgun
allt eins
Nema við erum
farin
(2004)
2009-04-19
Frá Filippseyjum - 4
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þetta land
dregur mig til sín
lengra inn í dimmgræna litinn
Þessi litur er að
trufla mig
kemst ekki frá honum
Ég vaki í honum
sofna í honum
dreymi í honum
Hann fylgir mér
heim
(2004)
Þetta land
dregur mig til sín
lengra inn í dimmgræna litinn
Þessi litur er að
trufla mig
kemst ekki frá honum
Ég vaki í honum
sofna í honum
dreymi í honum
Hann fylgir mér
heim
(2004)
2009-04-18
Frá Filippseyjum - 3. Gönguferð á Ulingfjall
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng lengra
og lengra
upp brekkuna
Horfi á grænar hlíðar fjallsins
alveg upp á topp
Niður í dalinn
dimmgrænan
litina í gljúfrinu
Ég heyri landið hvísla
við hvert skref:
Komdu lengra!
Ég er alveg að hverfa
í gilið dimmgræna
þá heyri ég kallað:
Afi hvert ertu að fara? Snúðu við!
(2004)
Ég geng lengra
og lengra
upp brekkuna
Horfi á grænar hlíðar fjallsins
alveg upp á topp
Niður í dalinn
dimmgrænan
litina í gljúfrinu
Ég heyri landið hvísla
við hvert skref:
Komdu lengra!
Ég er alveg að hverfa
í gilið dimmgræna
þá heyri ég kallað:
Afi hvert ertu að fara? Snúðu við!
(2004)
2009-04-17
Frá Filippseyjum - 2
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Dimm nótt
stjörnuhiminn
- Heillandi
Brún augu
fólksins
- Laðandi
Grænn litur
landsins
- Lokkandi
Landið sjálft
- Töfrandi
(2004)
Dimm nótt
stjörnuhiminn
- Heillandi
Brún augu
fólksins
- Laðandi
Grænn litur
landsins
- Lokkandi
Landið sjálft
- Töfrandi
(2004)
2009-04-16
Frá Filippseyjum - 1
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þessi djúpi litur
í dimmrauðum skýjum
Vindurinn blæs
á blöð pálmanna
sem blakta
eins og vængir
Og landið flýgur
með mig
á vængjum pálmanna
inn í dimmrautt
ský morgunroðans
við sólarupprás
(2004)
Þessi djúpi litur
í dimmrauðum skýjum
Vindurinn blæs
á blöð pálmanna
sem blakta
eins og vængir
Og landið flýgur
með mig
á vængjum pálmanna
inn í dimmrautt
ský morgunroðans
við sólarupprás
(2004)
2009-04-09
Kvöld á Mallorka
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Kvöldroðinn
kveður á bak við vesturfjöllin
Vindurinn vaggar greinum
á trjátoppunum
Skordýrin hefja sinn kvöldsöng
Hafið kveður sinn þunglyndisóð
og sléttar spor mín í sandinum
Ég hverf í land drauma minna og vona.
(2003)
Kvöldroðinn
kveður á bak við vesturfjöllin
Vindurinn vaggar greinum
á trjátoppunum
Skordýrin hefja sinn kvöldsöng
Hafið kveður sinn þunglyndisóð
og sléttar spor mín í sandinum
Ég hverf í land drauma minna og vona.
(2003)
Haust
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng móti
vindinum
Haustlaufin
fjúka á götuna
Landið sést
rautt, gult grænt
Litirnir blandast
blóði mínu
Hjartað opnast
það sést inn í
drauma og liti
í rauðu blóði
Fjúkandi laufblöð
töfrasprotar
(2004)
Ég geng móti
vindinum
Haustlaufin
fjúka á götuna
Landið sést
rautt, gult grænt
Litirnir blandast
blóði mínu
Hjartað opnast
það sést inn í
drauma og liti
í rauðu blóði
Fjúkandi laufblöð
töfrasprotar
(2004)
2009-04-08
Fjalladansinn
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðu í Flóa
Bláu fjöllin með hvítu húfurnar og bláu og gráu augun
sáu grænu fjöllin með svörtu húfurnar og brúnu augun koma
Bláu fjöllin sögðu við grænu fjöllin:
Verið velkomin, baðið ykkur í heitum lindum okkar.
Drekkið úr tæru vötnunum
Fjöllin tókust í hendur og dönsuðu inn í draumanótt norðurljósanna
(2003)
Bláu fjöllin með hvítu húfurnar og bláu og gráu augun
sáu grænu fjöllin með svörtu húfurnar og brúnu augun koma
Bláu fjöllin sögðu við grænu fjöllin:
Verið velkomin, baðið ykkur í heitum lindum okkar.
Drekkið úr tæru vötnunum
Fjöllin tókust í hendur og dönsuðu inn í draumanótt norðurljósanna
(2003)
Vetur
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng móti
vetrarkuldanum
Á ferð minni
bý ég til ljóð
Þau lyfta mér
til skýjanna
til Norðurljósanna
og stjarnanna
Þau gefa vængjum
mínum kraft
til að svífa um
heiminn og gleyma
Ferð mín er á góðum tíma
þegar ég kem aftur
finn ég spor mín
í snjónum
(2004)
Ég geng móti
vetrarkuldanum
Á ferð minni
bý ég til ljóð
Þau lyfta mér
til skýjanna
til Norðurljósanna
og stjarnanna
Þau gefa vængjum
mínum kraft
til að svífa um
heiminn og gleyma
Ferð mín er á góðum tíma
þegar ég kem aftur
finn ég spor mín
í snjónum
(2004)
2009-04-07
Hestar Jóns í Vatnsholti
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Móðurbróðir minn, Jón Brynjólfsson bóndi í Vatnsholti í Villingaholtshreppi var mesti hestamaður sem ég hef kynnst um ævina. Hann gat róað alla hesta sem hann kom nálægt. Hann talaði við þá, sagði alltaf „klárinn minn, því læturðu svona, vertu nú góður!" Marga hesta tamdi ég með aðferð Jóns. Jón átti móalóttan hest, með svart fax og tagl, mjög fallegan sem hann kallaði Mósa, undan Skarðs Nasa. Mósi var ekki stór, tæplega meðalhestur en var eldfjörugur og fallegur. Mér fannst alltaf gaman að sjá Jón á Mósa. Ef hestur og maður geta orðið eitt þá var það Jón og Mósi. Þennan fjöruga hest tamdi Jón fyrir vagn og sláttuvél. Þó Mósi væri rólegur fyrir vagninum var alltaf eitthvert leiftur í augum Mósa. Þegar Kolsholtsvegurinn var lagður var mölin keyrð á hestvögnum, 1-2 vagnar frá hverjum bæ. Venjulega voru hafðir tveir vagnar saman og einn strákur teymdi. Ég fór upp í malargryfju af forvitni, því ég þótti ekki nógu gamall til að vera kúskur eins og það var kallað. Jón kom með Mósa og vagn. Vagnarnir fóru af stað einn af öðrum. Nú var mokað í vagn Mósa. Mér datt í hug að ekki mundi Mósa líka að vera bundinn aftan í annan vagn því hann vildi alltaf vera á undan. Þegar vagninn var fullur sagði Jón allt í einu við mig: „Heyrðu Binni minn, heldurðu að þú viljir ekki teyma Mósa í dag?" Mér brá við, hafði ekki búist við þessu og sagði: „Heldur þú að ég geti teymt Mósa?" „Ég veit að það getur þú alveg örugglega" svaraði Jón. Ég fór til Mósa, tók í tauminn og strauk aðeins um höfuð hans. Hann beygði höfuðið og þefaði af mér frá fótum og upp á höfuð. Þá sagði Jón: „Vertu alveg rólegur drengur minn. Þetta verður allt í lagi hjá ykkur, en þú skalt lofa honum að ráða." Við Mósi fórum af stað og allt gekk vel. Ég hélt bara uppi taumnum. Mósi sá um hitt. Þegar búið var að losa vagninn var Mósi mjög snöggur að snúa sér við. Eins þegar komið var með tóman vagninn í malargryfjuna var enginn hestur eins fljótur að snúa sér við. Hann bakkaði af miklum krafti og snarstoppaði á réttum stað. Eftir þennan dag var það mitt verk að teyma Mósa þegar möl var keyrð í veginn. Það var orðin venja hjá okkur Mósa að byrja daginn. Ég klappaði honum, hann þefaði af mér frá fótum og upp á höfuð. Ég sá að Jón fylgdist með okkur en sagði aldrei neitt, en brosti aðeins.
Gráan hest fékk ég hjá Jóni í skiptum. Hann ætlaði að farga honum. Ég held að Jóni hafi fundist gott að láta mig hafa hann. Gráni var fallegur hestur, með svarta fætur og dökkt höfuð. Grána átti ég lengi. Hann var skapgóður, viljugur og þægur. Ég vandi hann fyrir vagn og sláttuvél. Yfir vetrarmánuðina var oft sleðafæri. Þá flutti ég mjólkina á sleða og oft dró Gráni sleðann. Einu sinni þurfti ég að bíða lengi eftir mjólkurbílnum. Þegar ég fór af stað heim tók Gráni snöggan sprett, ég réði ekki við hann og lét mig renna aftur af sleðanum, mér leist ekki á að vera á honum þegar Gráni tæki beygjuna inn á Kolsholtsveginn á svona mikilli ferð. Gráni hélt sprettinum alla leið heim og stóð rólegur við hesthúsdyrnar með sleðann og allt var í lagi.
Einum hestanna í Vatnsholti ætla ég að segja frá. Hann var bleikálóttur, með dökkt höfuð, fax og fætur og var kallaður Kolur. Sigurbjörg dóttir Jóns átti hann. Hún var ljósmóðir í Villingaholtshreppi. Það kom henni því vel að að eiga góðan hest. Kolur var stærri en Mósi og Gráni. Hann var viljugur hestur og þægur. Stundum sá ég Sigurbjörgu fara hratt yfir þegar hún var að sinna sínum ljósmóðurskyldum.
Þegar Jón hætti búskap og flutti til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni var Kolur á besta aldri. Nokkrum dögum áður en þau fóru kom Jón með Kol til mín og sagði við mig: „Ég ætla að biðja þig að geyma þennan hest fyrir mig á meðan hann getur lifað, ég get ómögulega fargað honum." Ég var undrandi á því trausti sem hann sýndi mér því ég vissi að honum var ekki sma hver var með hans hesta. Hann hélt á svipu og sagði við mig: „Ég ætla að gefa þér þessa svipu sem ég smíðaði sjálfur." Ég sagði við Jón: „Á ég að nota hana á hestinn?" Jón svaraði: „Ég veit að þú notar ekki svipu. Ég væri ekki að gefa þér hana ef svo væri. Svipuna á ég ennþá geymda hjá Ragnari. Kolur reyndist okkur mjög vel. Jón var búinn að temja hann fyrir vagn og sláttuvél, en ég setti hann sjaldan fyrir vagn. Við höfðum nóg af öðrum hestum til þess. Kolur var mjög skemmtilegur hestur, spakur, þægur og börn fóru á bak honum. Hann var ljúfur og góður, en þegar ég fór á bak honum breyttist hann í eldfjörugan hest og var þá oftast eins og mér líkaði best.
Einu sinni vorum við að sæta á engjunum og vorum seint að. Hestarnir voru tjóðraðir og orðnir leiðir að bíða eftir okkur. Sigríður systir mín fór á bak Kol. Marteinn sonur Kristínar systur minnar sem var þá 4 eða 5 ára hafði labbað til okkar út á engjar. Kolur vildi rjúka af stað og var eins og kappreiðahestur. Sigríður ætlaði að reiða Matta fyrir framan sig en Kolur sneri sér í hringi. Hún sagði við mig: „Réttu mér strákinn" Ég sagði: „Ég þori varla að láta hann á bak hjá þér á meðan hesturinn lætur svona." „Láttu hann bara koma" sagði hún. Ég tók Matta og setti hann fyrir framan hana. Þegar Matti var kominn á bak stoppaði Kolur og var alveg rólegur. Hann hætti að ólmast. Þegar þau voru orðin tvö fórum við í rólegheitum heim. Þegar ég sagði Jóni þessa sögu sagði hann: „Ég vissi alltaf að Kolur minn væri skynsamur hestur."
Veturinn 1951-1952 var mesti snjóavetur sem ég man eftir. Það rigndi og svo fraus og snjóaði alltaf ofan á bleytuna. Venjulegar girðingar voru á kafi í snjó. Á vetrardaginn síðasta var skafrenningur. Hrossin stóðu úti við moðbing sem ég henti fyrir þau. Allt í einu tók Kolur sprett, hljóp út á hóla sem heita Engjahólar og stóðu upp úr snjónum. Öll hrossin tóku sprettinn á eftir honum og stóðu þar hjá honum það sem eftir var dags. Um kvöldið kom hann heim og hópurinn á eftir honum. Ég sagði við foreldra mína að nú myndi verða veðurbreyting fyrst Kolur hegðaði sér svona. Daginn eftir var komin hlý sunnanátt með súld. Ég vil taka fram hér að það var til hús fyrir alla hesta sem við áttum.
Að lokum vil ég bæta einni sögu við sem Guðríður systir mín sagði mér. Þetta mun hafa verið vorið 1930. Þá var rjómi fluttur í Rjómabúið við Volalæk. Systur mínar fóru með rjómann. Þær komu við í Vatnsholti, tóku hest með reiðing og brúsum. Kristín sat á hestinum frá Vatnsholti. Hann var léttstígur og kvikur. Guðríður hélt að Stína myndi detta af honum, en all fór vel hjá þeim. Guðríður var 9 ára en Kristín 8.
Aldrei heyrði ég Jón tala um að hann ætti góða hesta. Ég sá að stundum mislíkaði honum ef hann sá aðra fara illa að hestum, en hann sagði samt aldrei neitt. Ég veit núna að ég lærði mikið af Jóni um meðferð hesta en ég gerði mér ekki grein fyrir því á yngri árum.
Í september 2004.
Móðurbróðir minn, Jón Brynjólfsson bóndi í Vatnsholti í Villingaholtshreppi var mesti hestamaður sem ég hef kynnst um ævina. Hann gat róað alla hesta sem hann kom nálægt. Hann talaði við þá, sagði alltaf „klárinn minn, því læturðu svona, vertu nú góður!" Marga hesta tamdi ég með aðferð Jóns. Jón átti móalóttan hest, með svart fax og tagl, mjög fallegan sem hann kallaði Mósa, undan Skarðs Nasa. Mósi var ekki stór, tæplega meðalhestur en var eldfjörugur og fallegur. Mér fannst alltaf gaman að sjá Jón á Mósa. Ef hestur og maður geta orðið eitt þá var það Jón og Mósi. Þennan fjöruga hest tamdi Jón fyrir vagn og sláttuvél. Þó Mósi væri rólegur fyrir vagninum var alltaf eitthvert leiftur í augum Mósa. Þegar Kolsholtsvegurinn var lagður var mölin keyrð á hestvögnum, 1-2 vagnar frá hverjum bæ. Venjulega voru hafðir tveir vagnar saman og einn strákur teymdi. Ég fór upp í malargryfju af forvitni, því ég þótti ekki nógu gamall til að vera kúskur eins og það var kallað. Jón kom með Mósa og vagn. Vagnarnir fóru af stað einn af öðrum. Nú var mokað í vagn Mósa. Mér datt í hug að ekki mundi Mósa líka að vera bundinn aftan í annan vagn því hann vildi alltaf vera á undan. Þegar vagninn var fullur sagði Jón allt í einu við mig: „Heyrðu Binni minn, heldurðu að þú viljir ekki teyma Mósa í dag?" Mér brá við, hafði ekki búist við þessu og sagði: „Heldur þú að ég geti teymt Mósa?" „Ég veit að það getur þú alveg örugglega" svaraði Jón. Ég fór til Mósa, tók í tauminn og strauk aðeins um höfuð hans. Hann beygði höfuðið og þefaði af mér frá fótum og upp á höfuð. Þá sagði Jón: „Vertu alveg rólegur drengur minn. Þetta verður allt í lagi hjá ykkur, en þú skalt lofa honum að ráða." Við Mósi fórum af stað og allt gekk vel. Ég hélt bara uppi taumnum. Mósi sá um hitt. Þegar búið var að losa vagninn var Mósi mjög snöggur að snúa sér við. Eins þegar komið var með tóman vagninn í malargryfjuna var enginn hestur eins fljótur að snúa sér við. Hann bakkaði af miklum krafti og snarstoppaði á réttum stað. Eftir þennan dag var það mitt verk að teyma Mósa þegar möl var keyrð í veginn. Það var orðin venja hjá okkur Mósa að byrja daginn. Ég klappaði honum, hann þefaði af mér frá fótum og upp á höfuð. Ég sá að Jón fylgdist með okkur en sagði aldrei neitt, en brosti aðeins.
Gráan hest fékk ég hjá Jóni í skiptum. Hann ætlaði að farga honum. Ég held að Jóni hafi fundist gott að láta mig hafa hann. Gráni var fallegur hestur, með svarta fætur og dökkt höfuð. Grána átti ég lengi. Hann var skapgóður, viljugur og þægur. Ég vandi hann fyrir vagn og sláttuvél. Yfir vetrarmánuðina var oft sleðafæri. Þá flutti ég mjólkina á sleða og oft dró Gráni sleðann. Einu sinni þurfti ég að bíða lengi eftir mjólkurbílnum. Þegar ég fór af stað heim tók Gráni snöggan sprett, ég réði ekki við hann og lét mig renna aftur af sleðanum, mér leist ekki á að vera á honum þegar Gráni tæki beygjuna inn á Kolsholtsveginn á svona mikilli ferð. Gráni hélt sprettinum alla leið heim og stóð rólegur við hesthúsdyrnar með sleðann og allt var í lagi.
Einum hestanna í Vatnsholti ætla ég að segja frá. Hann var bleikálóttur, með dökkt höfuð, fax og fætur og var kallaður Kolur. Sigurbjörg dóttir Jóns átti hann. Hún var ljósmóðir í Villingaholtshreppi. Það kom henni því vel að að eiga góðan hest. Kolur var stærri en Mósi og Gráni. Hann var viljugur hestur og þægur. Stundum sá ég Sigurbjörgu fara hratt yfir þegar hún var að sinna sínum ljósmóðurskyldum.
Þegar Jón hætti búskap og flutti til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni var Kolur á besta aldri. Nokkrum dögum áður en þau fóru kom Jón með Kol til mín og sagði við mig: „Ég ætla að biðja þig að geyma þennan hest fyrir mig á meðan hann getur lifað, ég get ómögulega fargað honum." Ég var undrandi á því trausti sem hann sýndi mér því ég vissi að honum var ekki sma hver var með hans hesta. Hann hélt á svipu og sagði við mig: „Ég ætla að gefa þér þessa svipu sem ég smíðaði sjálfur." Ég sagði við Jón: „Á ég að nota hana á hestinn?" Jón svaraði: „Ég veit að þú notar ekki svipu. Ég væri ekki að gefa þér hana ef svo væri. Svipuna á ég ennþá geymda hjá Ragnari. Kolur reyndist okkur mjög vel. Jón var búinn að temja hann fyrir vagn og sláttuvél, en ég setti hann sjaldan fyrir vagn. Við höfðum nóg af öðrum hestum til þess. Kolur var mjög skemmtilegur hestur, spakur, þægur og börn fóru á bak honum. Hann var ljúfur og góður, en þegar ég fór á bak honum breyttist hann í eldfjörugan hest og var þá oftast eins og mér líkaði best.
Einu sinni vorum við að sæta á engjunum og vorum seint að. Hestarnir voru tjóðraðir og orðnir leiðir að bíða eftir okkur. Sigríður systir mín fór á bak Kol. Marteinn sonur Kristínar systur minnar sem var þá 4 eða 5 ára hafði labbað til okkar út á engjar. Kolur vildi rjúka af stað og var eins og kappreiðahestur. Sigríður ætlaði að reiða Matta fyrir framan sig en Kolur sneri sér í hringi. Hún sagði við mig: „Réttu mér strákinn" Ég sagði: „Ég þori varla að láta hann á bak hjá þér á meðan hesturinn lætur svona." „Láttu hann bara koma" sagði hún. Ég tók Matta og setti hann fyrir framan hana. Þegar Matti var kominn á bak stoppaði Kolur og var alveg rólegur. Hann hætti að ólmast. Þegar þau voru orðin tvö fórum við í rólegheitum heim. Þegar ég sagði Jóni þessa sögu sagði hann: „Ég vissi alltaf að Kolur minn væri skynsamur hestur."
Veturinn 1951-1952 var mesti snjóavetur sem ég man eftir. Það rigndi og svo fraus og snjóaði alltaf ofan á bleytuna. Venjulegar girðingar voru á kafi í snjó. Á vetrardaginn síðasta var skafrenningur. Hrossin stóðu úti við moðbing sem ég henti fyrir þau. Allt í einu tók Kolur sprett, hljóp út á hóla sem heita Engjahólar og stóðu upp úr snjónum. Öll hrossin tóku sprettinn á eftir honum og stóðu þar hjá honum það sem eftir var dags. Um kvöldið kom hann heim og hópurinn á eftir honum. Ég sagði við foreldra mína að nú myndi verða veðurbreyting fyrst Kolur hegðaði sér svona. Daginn eftir var komin hlý sunnanátt með súld. Ég vil taka fram hér að það var til hús fyrir alla hesta sem við áttum.
Að lokum vil ég bæta einni sögu við sem Guðríður systir mín sagði mér. Þetta mun hafa verið vorið 1930. Þá var rjómi fluttur í Rjómabúið við Volalæk. Systur mínar fóru með rjómann. Þær komu við í Vatnsholti, tóku hest með reiðing og brúsum. Kristín sat á hestinum frá Vatnsholti. Hann var léttstígur og kvikur. Guðríður hélt að Stína myndi detta af honum, en all fór vel hjá þeim. Guðríður var 9 ára en Kristín 8.
Aldrei heyrði ég Jón tala um að hann ætti góða hesta. Ég sá að stundum mislíkaði honum ef hann sá aðra fara illa að hestum, en hann sagði samt aldrei neitt. Ég veit núna að ég lærði mikið af Jóni um meðferð hesta en ég gerði mér ekki grein fyrir því á yngri árum.
Í september 2004.
2009-04-06
Sagan af Gormi
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Sagan af Gormi
Ég heiti Gormur og er köttur. Það fyrsta sem ég man var að mamma var að þvo mér. Næsta var að þegar ég þurfti að pissa þá kom stór hönd mannsins sem lét mig í sandkassa og hann sagði við mig: „Gormur þú átt að fara í sandkassann þegar þér er mál." Ég lærði það fljótt.
Næst gerðist það að tveir menn komu á bæinn þar sem ég fæddist. Ungi maðurinn tók mig upp, strauk mér. Hönd hans var mjúk og það var góð lykt af honum. Ég fór strax að mala. Ég heyrði manninn segja: „Ragnar, þú mátt eiga þennan kött. Hann er fljótur að læra. Ég er búinn að kenna honum á sandkassann, hann er mjög hreinlegur og fer alltaf þangað þegar hann þarf."
Mennirnir tveir fóru með mig inn í bíl. Þar var skrýtin lykt og ég var hræddur. Ragnar hélt á mér og strauk mér. Ég varð fljótt rólegur. Þegar ég kom á bæinn þeirra, Galtastaði. Á Galtastöðum bjuggu hjónin Brynjólfur og Arndís. Ég heyrði Ragnar son þeirra segja: „Sjáðu mamma, mér var gefinn köttur. Hann heitir Gormur." Á bænum var stór hundur sem ég var hræddur við. Hann urraði á mig og ég hvæsti á móti. Eftir nokkra daga var ég ekkert hræddur við hundinn. Ég nuddaði mér við löppina á honum, hann sleikti mig þegar ég blotnaði og við urðum fljótt góðir vinir. Hundurinn var með stóra og loðna rófu sem hann sveiflaði til og frá. Ég fékk hann til að leika við mig mér því að hoppa upp og klóra í rófuna á honum, þá hljóp hann alltaf á eftir mér. Mamma Ragnars kenndi mér að banka á hurðina. Ég átti að lyfta spjaldinu á bréfalúgunni með löppinni og sleppa. Þá kom smellur sem fólkið heyrði og mér var hleypt inn.
Ég var mjög forvitinn og var alltaf að skoða eitthvað. Einu sinni kom stór bíll á bæinn. Ég skreið undir hann og þaðan gat ég hoppað upp á vélina sem var volg. Á meðan ég var að skoða þetta fór bíllinn allt í einu í gang og rann af stað. Nú varð ég mjög hræddur, en ég hélt mér fast í slöngur og leiðslur sem þarna voru. Eftir nokkra stund stoppaði bíllinn og ég hljóp niður. Ég sá að ég var kominn á annan bæ. Þarna var svartur ljótur hundur sem urraði á mig. Ég hljóp inn í heyhlöðu og tróð mér niður í holu á milli heybagga. Hundurinn urraði og gelti en náði ekki í mig. Ég var í þessari holu í þrjár nætur og þrjá daga og fór aldrei upp. Það var komin mjög vond lykt í holuna því þar var enginn sandkassi. Fjórða daginn heyrði ég í tveimur mönnum. Annar þeirra var pabbi Ragnars. Hann fann holuna sem ég kúrði í og sagði: „Aumingja Gormur mikið ertu orðinn sóðalegur. Hann setti mig í plastpoka og fór heim. Mamma Ragnars setti vatn og sápu í bala, tók mig og baðaði vel og vandlega og þurrkaði mér svo. Því næst setti hún mig undir stigann hjá hundinum sem sleikti mig. Ég svaf rólegur hjá hundinum og alltaf eftir þetta svaf ég á þessum stað. Svo liðu dagar og vikur. Ég lék mér við hundinn og kenndi honum að hreyfa spjaldið þegar við þurftum að komast inn. Hann hreyfði það með nefinu. Ég var að verða stór köttur og allir voru góðir við mig.
Eitt kvöld í rigningu heyrði enginn þegar ég bankaði. Þá skreið ég undir bílinn og upp á vélina og sofnaði. Allt í einu fór bíllinn í gang og rann af stað. Ég læsti klónum í slöngurnar og gat haldið mér en mikið var ég hræddur. Eftir langan tíma stoppaði bíllinn. Þá hljóp ég niður og út í myrkrið. Ég var kominn á annan bæ sem ég þekkti ekkert og faldi mig undir járnplötum sem voru þarna. Á þessum bæ var ég í marga daga. Ég var oft svangur og mér var kalt. Ég svaf undir járninu og lærði að finna mér í svanginn úr heyi sem hent var fyrir hestana á bænum. Þar voru græn sver strá og mjölkögglar. Ég náði líka í fugla sem settust í moðið til að tína korn og mýs sem skutust um þar. Ég rataði ekki heim á bæinn minn en langaði mikið þangað og ákvað því að leita að honum. Ég fór bæ frá bæ í marga daga og vikur og át úr moði sem var hent fyrir hestana á bæjunum og varð alltaf að fela mig fyrir hundunum á bæjunum. Einu sinni þegar ég var að fara milli bæja var ég hætt kominn. Ég labbaði út á ísi lagt vatn, en það geri ég sjaldan því köttum er illa við ís. Allt í einu heyrði ég smella í ísnum og hann rann af stað. Ég var kominn á ísjaka og vatn all í kring. Nokkra stund var ég á jakanum. Ég vildi ekki synda í land því vatnið var mjög kalt. Loksins rak jakann að einum bakkanum og ég flýtti mér upp á land. Þar fann ég hraunholu sem ég svaf í um nóttina. Um morguninn vaknaði ég við að eitthvert dýr með langan og mjóan haus kíkti inn og hvæsti. Ég urraði og hvæsti á móti. Næst þegar dýrið kíkti inn lamdi ég það með klónum beint á nefið svo blæddi úr. Þá hljóp það frá holunni. Ég var fljótur að hlaupa út í áttina að næsta bæ. Á þessum bæ var hundur og stór köttur. Þeir urruðu alltaf á mig þegar ég nálgaðist. Það var samt eitthvað þarna sem ég hafði séð áður og lyktina þekkti ég. Þetta var nefnilega bærinn sem ég fæddist á og þar sem mamma mín átti heima. En enginn þekkti mig þarna. Mig langaði mikið að hitta mömmu mína en alltaf þegar ég nálgaðist bæinn rak hundurinn mig í burtu. Ég var í nokkra daga nálægt þessum bæ en gafst svo upp og fór á næsta bæ. Þar var rólegur hundur sem skipti sér ekkert af mér. Ég skaust inn um opnar dyr inn í mjölgeymslu. Nóg var af mjölkögglum á gólfinu. Þarna leið mér vel, ég hafði nóg að éta og það var gott að sofa á bak við pokana. Eftir nokkra daga sá fólkið á bænum mig þegar ég labbaði um á hlaðinu. Ég heyrði mann segja: „Hver ætli eigi svona fallegan spakan kött?" Kona svaraði: „Ég man að það var auglýst í Dagskránni eftir svona ketti frá Galtastöðum. Þetta gæti verið hann. Það eru fjórir mánuðir síðan". Maðurinn sagði: „Ég fer í símann og tala við fólkið þar." Ekki leið langur tími þangað til bíll rann í hlað á bænum. Bílstjórinn fór inn í húsið svo kom fólk og sótti mig og lét mig upp á borð fyrir framan manninn. Ég sá undir eins að þetta var bóndinn á Galtastöðum þar sem ég átti heima. Hann þekkti mig ekki alveg strax en svo fór hann að strjúka mér og ég fór að mala. „Þessi köttur er mjög líkur Gormi", sagði hann. „Ég fer með hann og athuga hvort hann kannast við sig heima." Hann tók mig og setti inn í bílinn. Þegar bíllinn fór í gang varð ég alveg logandi hræddur, hljóp um allan bílinn og reyndi að komast út, en það var ekki hægt því allt var lokað. Ég skreið undir eitt sætið og lá þar á meðan bíllinn rann áfram. Mér fannst langur tími líða en loksins stoppaði bíllinn. Þegar ég kom út sá ég undir eins að ég var kominn heim að Galtastöðum. Hundurinn þekkti mig undir eins og eftir nokkra daga rifjaðist upp fyrir mér hvernig hreyfa átti spjaldið á bréfalúgunni til að komast inn. Þegar ég gerði það sagði Arndís: „Nú er ég alveg viss um að þetta er Gormur því hann er farinn að banka á hurðina." Ég fór líka að sofa hjá hundinum og þá voru allir orðnir vissir um að þetta væri ég.
Eftir þetta ævintýri fór ég oft að heiman því mér fannst flökkulífið skemmtilegt. Oftast fór ég þegar tunglið var fullt og norðurljósin voru björt. En ég rataði alltaf heim aftur.
(2004)
Sagan af Gormi
Ég heiti Gormur og er köttur. Það fyrsta sem ég man var að mamma var að þvo mér. Næsta var að þegar ég þurfti að pissa þá kom stór hönd mannsins sem lét mig í sandkassa og hann sagði við mig: „Gormur þú átt að fara í sandkassann þegar þér er mál." Ég lærði það fljótt.
Næst gerðist það að tveir menn komu á bæinn þar sem ég fæddist. Ungi maðurinn tók mig upp, strauk mér. Hönd hans var mjúk og það var góð lykt af honum. Ég fór strax að mala. Ég heyrði manninn segja: „Ragnar, þú mátt eiga þennan kött. Hann er fljótur að læra. Ég er búinn að kenna honum á sandkassann, hann er mjög hreinlegur og fer alltaf þangað þegar hann þarf."
Mennirnir tveir fóru með mig inn í bíl. Þar var skrýtin lykt og ég var hræddur. Ragnar hélt á mér og strauk mér. Ég varð fljótt rólegur. Þegar ég kom á bæinn þeirra, Galtastaði. Á Galtastöðum bjuggu hjónin Brynjólfur og Arndís. Ég heyrði Ragnar son þeirra segja: „Sjáðu mamma, mér var gefinn köttur. Hann heitir Gormur." Á bænum var stór hundur sem ég var hræddur við. Hann urraði á mig og ég hvæsti á móti. Eftir nokkra daga var ég ekkert hræddur við hundinn. Ég nuddaði mér við löppina á honum, hann sleikti mig þegar ég blotnaði og við urðum fljótt góðir vinir. Hundurinn var með stóra og loðna rófu sem hann sveiflaði til og frá. Ég fékk hann til að leika við mig mér því að hoppa upp og klóra í rófuna á honum, þá hljóp hann alltaf á eftir mér. Mamma Ragnars kenndi mér að banka á hurðina. Ég átti að lyfta spjaldinu á bréfalúgunni með löppinni og sleppa. Þá kom smellur sem fólkið heyrði og mér var hleypt inn.
Ég var mjög forvitinn og var alltaf að skoða eitthvað. Einu sinni kom stór bíll á bæinn. Ég skreið undir hann og þaðan gat ég hoppað upp á vélina sem var volg. Á meðan ég var að skoða þetta fór bíllinn allt í einu í gang og rann af stað. Nú varð ég mjög hræddur, en ég hélt mér fast í slöngur og leiðslur sem þarna voru. Eftir nokkra stund stoppaði bíllinn og ég hljóp niður. Ég sá að ég var kominn á annan bæ. Þarna var svartur ljótur hundur sem urraði á mig. Ég hljóp inn í heyhlöðu og tróð mér niður í holu á milli heybagga. Hundurinn urraði og gelti en náði ekki í mig. Ég var í þessari holu í þrjár nætur og þrjá daga og fór aldrei upp. Það var komin mjög vond lykt í holuna því þar var enginn sandkassi. Fjórða daginn heyrði ég í tveimur mönnum. Annar þeirra var pabbi Ragnars. Hann fann holuna sem ég kúrði í og sagði: „Aumingja Gormur mikið ertu orðinn sóðalegur. Hann setti mig í plastpoka og fór heim. Mamma Ragnars setti vatn og sápu í bala, tók mig og baðaði vel og vandlega og þurrkaði mér svo. Því næst setti hún mig undir stigann hjá hundinum sem sleikti mig. Ég svaf rólegur hjá hundinum og alltaf eftir þetta svaf ég á þessum stað. Svo liðu dagar og vikur. Ég lék mér við hundinn og kenndi honum að hreyfa spjaldið þegar við þurftum að komast inn. Hann hreyfði það með nefinu. Ég var að verða stór köttur og allir voru góðir við mig.
Eitt kvöld í rigningu heyrði enginn þegar ég bankaði. Þá skreið ég undir bílinn og upp á vélina og sofnaði. Allt í einu fór bíllinn í gang og rann af stað. Ég læsti klónum í slöngurnar og gat haldið mér en mikið var ég hræddur. Eftir langan tíma stoppaði bíllinn. Þá hljóp ég niður og út í myrkrið. Ég var kominn á annan bæ sem ég þekkti ekkert og faldi mig undir járnplötum sem voru þarna. Á þessum bæ var ég í marga daga. Ég var oft svangur og mér var kalt. Ég svaf undir járninu og lærði að finna mér í svanginn úr heyi sem hent var fyrir hestana á bænum. Þar voru græn sver strá og mjölkögglar. Ég náði líka í fugla sem settust í moðið til að tína korn og mýs sem skutust um þar. Ég rataði ekki heim á bæinn minn en langaði mikið þangað og ákvað því að leita að honum. Ég fór bæ frá bæ í marga daga og vikur og át úr moði sem var hent fyrir hestana á bæjunum og varð alltaf að fela mig fyrir hundunum á bæjunum. Einu sinni þegar ég var að fara milli bæja var ég hætt kominn. Ég labbaði út á ísi lagt vatn, en það geri ég sjaldan því köttum er illa við ís. Allt í einu heyrði ég smella í ísnum og hann rann af stað. Ég var kominn á ísjaka og vatn all í kring. Nokkra stund var ég á jakanum. Ég vildi ekki synda í land því vatnið var mjög kalt. Loksins rak jakann að einum bakkanum og ég flýtti mér upp á land. Þar fann ég hraunholu sem ég svaf í um nóttina. Um morguninn vaknaði ég við að eitthvert dýr með langan og mjóan haus kíkti inn og hvæsti. Ég urraði og hvæsti á móti. Næst þegar dýrið kíkti inn lamdi ég það með klónum beint á nefið svo blæddi úr. Þá hljóp það frá holunni. Ég var fljótur að hlaupa út í áttina að næsta bæ. Á þessum bæ var hundur og stór köttur. Þeir urruðu alltaf á mig þegar ég nálgaðist. Það var samt eitthvað þarna sem ég hafði séð áður og lyktina þekkti ég. Þetta var nefnilega bærinn sem ég fæddist á og þar sem mamma mín átti heima. En enginn þekkti mig þarna. Mig langaði mikið að hitta mömmu mína en alltaf þegar ég nálgaðist bæinn rak hundurinn mig í burtu. Ég var í nokkra daga nálægt þessum bæ en gafst svo upp og fór á næsta bæ. Þar var rólegur hundur sem skipti sér ekkert af mér. Ég skaust inn um opnar dyr inn í mjölgeymslu. Nóg var af mjölkögglum á gólfinu. Þarna leið mér vel, ég hafði nóg að éta og það var gott að sofa á bak við pokana. Eftir nokkra daga sá fólkið á bænum mig þegar ég labbaði um á hlaðinu. Ég heyrði mann segja: „Hver ætli eigi svona fallegan spakan kött?" Kona svaraði: „Ég man að það var auglýst í Dagskránni eftir svona ketti frá Galtastöðum. Þetta gæti verið hann. Það eru fjórir mánuðir síðan". Maðurinn sagði: „Ég fer í símann og tala við fólkið þar." Ekki leið langur tími þangað til bíll rann í hlað á bænum. Bílstjórinn fór inn í húsið svo kom fólk og sótti mig og lét mig upp á borð fyrir framan manninn. Ég sá undir eins að þetta var bóndinn á Galtastöðum þar sem ég átti heima. Hann þekkti mig ekki alveg strax en svo fór hann að strjúka mér og ég fór að mala. „Þessi köttur er mjög líkur Gormi", sagði hann. „Ég fer með hann og athuga hvort hann kannast við sig heima." Hann tók mig og setti inn í bílinn. Þegar bíllinn fór í gang varð ég alveg logandi hræddur, hljóp um allan bílinn og reyndi að komast út, en það var ekki hægt því allt var lokað. Ég skreið undir eitt sætið og lá þar á meðan bíllinn rann áfram. Mér fannst langur tími líða en loksins stoppaði bíllinn. Þegar ég kom út sá ég undir eins að ég var kominn heim að Galtastöðum. Hundurinn þekkti mig undir eins og eftir nokkra daga rifjaðist upp fyrir mér hvernig hreyfa átti spjaldið á bréfalúgunni til að komast inn. Þegar ég gerði það sagði Arndís: „Nú er ég alveg viss um að þetta er Gormur því hann er farinn að banka á hurðina." Ég fór líka að sofa hjá hundinum og þá voru allir orðnir vissir um að þetta væri ég.
Eftir þetta ævintýri fór ég oft að heiman því mér fannst flökkulífið skemmtilegt. Oftast fór ég þegar tunglið var fullt og norðurljósin voru björt. En ég rataði alltaf heim aftur.
(2004)
2009-04-05
Sagan af Kópi
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Sagan af Kópi byrjar einn sumardag í Flóanum árið 1968. Sólin skein og fjallahringurinn skartaði sínu fegursta og tíbráin titraði þegar litið var í áttina til hafs. Ég var að fara út eftir kaffi. Þá renndi bíll í hlað á Galtastöðum og lítil stúlka kom út ír bílnum með fallegan hvolp í fanginu. Hún heilsaði mér og sagði: „Vantar þig ekki hund?" Ég sagði „nei". Hún fór vonsvikin aftur inn í bílinn. En svo vildi til að dyrnar inn í bæinn voru opnar og Dísa heyrði til okkar. Hún sagði: „Taktu hvolpinn af henni, þú getur þá fargað honum ef hann verður vandræðagripur." Ég hljóp að bílnum þar sem hann var að snúa við, opnaði dyrnar og sagði við súlkuna: „ég skal geyma hundinn fyrir þig." Bjart bros færðist yfir varir stúlkunnar. „Hann heitir Kópur. Við erum úr Kópavoginum. Það eru tveir aðrir hvolpar heima og við vorum að vita hvort einhver vildi ekki eiga þennan úti í sveit. Ég er svo glöð yfir því að þú vilt eiga hann af því þá þarf hann ekki að deyja." Stúlkan faðmaði og kyssti hvolpinn þegar hún kvaddi hann. „Bless Kópur minn" sagði hún og nokkur tár komu niður kinnar hennar þegar hún fór inn í bílinn. Kópur var svartur með hvíta bringu og trýni, með dökkgulum svæðum á milli, mjög fallegur.
Erlingur, 15 ára fór strax að leika sér við hvolpinn. Ragnar, 7 ára var á næsta bæ. Þegar hann kom heim trúði hann varla að við ættum svona fallegan hvolp. Það kom fljótt í ljós að Kópur var mjög skynsamur hundur. Strákarnir léku sér mikið við hann. Þeir kenndu honum að sækja allt sem kastað var, spýtur og bolta. Þeir földu fyrir honum allskonar hluti og alltaf fann Kópur þá aftur, vildi þá ekki sleppa því og hafði gaman af að láta strákana elta sig. Hann var mjög hlýðinn og fljótur að læra. Einu tók hann upp á þegar hann var fullvaxinn hundur. Hann fór að hlaupa í kindur og hesta og vildi ekki hætta því. Eftir eina slíka ferð fékk hann skell á rassinn og hann stökk aldrei framar í fénað eftir það.
Á fyrri hluta ævi Kóps vorum við með heimalning, svartan hrút. Þegar búið var að gefa honum pelann kom Kópur og sleikti hann í framan. Hrússa líkaði þetta vel og hann stóð alveg kyrr. Þeir léku sér mikið saman. Kópur fékk hrútinn til að elta sig. Hann reyndi að stanga Kóp sem hljóp alltaf undan. Þeir tóku svo leikhlé, lögðust á túnið skammt frá hvor öðrum og horfðust í augu, alltaf tilbúnir að byrja aftur. Eftir því sem hrúturinn stækkaði varð leikurinn hraðari og æstari. Dag einn síðsumars, rétt áður en hrússi hvarf af vettvangi voru þeir að leika sér og ég sá að í þetta skipti var leikurinn óvenju harður. Þeir voru við götu sem lá fram að fjárhúsum. Þar voru nokkrar þúfur. Allt í einu heyrði ég Kóp væla og væla. Vælið hætti ekki. Ég fór því og athugaði hvernig ástandið væri hjá þeim. Greinilegt var að Kópur hafði ekki komist undan einni atlögu hrútsins og hafði lent á bakinu milli þúfna. Svartur lá svo á maganum ofan á honum, teygði frá sér afturlappirnar og lagði aðra framlöppina yfir hálsinn á Kóp, undir kjálkana svo hann gat ekki glefsað. Hann hélt Kóp alveg föstum svo hann gat ekkert gert nema vælt. Ég tók hrússa ofan af Kóp og hann var feginn að losna. Svartur stóð gleitt og horfði á Kóp sigri hrósandi með glampa í augum eins og hann vildi segja: „Í þetta skipti hafði ég betur." Eftir þetta atvik hætti Kópur mikið til að stríða hrússa.
Kópur var duglegur að þefa uppi mink. Einu sinni sá ég hann koma hlaupandi á eftir einum sem stakk sér beint í Galtastaðaflóðið. Kópur stakk sér á eftir. Þetta var á hans yngri árum og fáir hundar voru jafn duglegir að synda og hann. Minkurinn kafaði hvað eftir annað en alltaf styttist kafsundið. Loks hætti minkurinn að kafa, en synti í hringi. Kópur fór styttri hring, náði loks minknum og kom með hann dauðan að landi.
Strákarnir voru sífellt að leika sér við Kóp. Þegar snjór var á veturna lét Ragnar Kóp draga snjóþotu. Hann batt band í hálsólina, settist á snjóþotuna og kastaði spýtu eins langt og hann gat. Þá hljóp Kópur af stað en Ragnar sat á snjóþotunni og hafði mikið gaman af. Síðan var spýtunni kastað aftur og aftur. Stundum þegar þeir voru komnir langt út á tún þá kallaði ég í Kóp sem kom þá á harðaspretti heim. Bæði Ragnar og Kópur höfðu mikið gaman af. Kópur var með stærri hundum og fór nokkuð létt með þetta.
Kópur fór alltaf með mér á fjárhúsin. Á meðan ég gaf kindunum lék hann sér við þær. Hann fór með mér í fjósið og lá í fóðurganginum á meðan ég var að mjólka. Hann var ómissandi þegar verið var að sækja kýrnar á sumrin. Þegar fjósið og hlaðan var byggð var Kópur alltaf á iði í kringum smiðina. Þeir höfðu gaman af honum. Hann lá skammt frá þeim með spýtu fyrir framan sig sem þeir köstuðu stundum eða földu. Einu sinni settu þeir spýtuna upp á vinnupallinn. Kópur gafst ekki upp heldur klöngraðist upp stigann, en það var eitt það erfiðasta fyrir hann sem ég sá hann gera.
Á yngri árum Kóps gekk hundafár. Hundarnir á bæjunum í kring drápust. Hann fékk þessa pest og varð mjög veikur, lá kyrr og gat ekki hreyft sig. Það var ekki hægt að sjá annað en að hann myndi deyja. Við áttum súlfatöflur. Ég gat komið tveim töflum alveg niður í háls á honum og við sáum að hann reyndi að koma þeim niður með veikum mætti. Næsta dag var hann farinn að depla augunum og var aðeins betri. Ég lét töflur upp í hann og þær runnu niður. Næstu töflur sleikti hann úr hendi minni, var greinilega alveg viss um að þetta hjálpaði honum. Eftir nokkra daga var hann alveg búinn að ná sér eftir þessi veikindi.
Með aldrinum varð hann þungur á sér og nennti ekki að fara þegar ég þurfti að senda hann. Þá skaust hann bakvið háar þúfur og þóttist vera að gera þarfir sínar eða bara lagðist niður og faldi sig. Að lokum veiktist hann mjög alvarlega, gat ekki komið neinu frá sér og kvaldist mikið. Ég fór með hann til dýralæknisins sem sprautaði hann. Hann dó í aftursætinu í bílnum hjá mér og er grafinn hjá gömlu réttinni við Galtastaðaflóðið.
(2004)
Sagan af Kópi byrjar einn sumardag í Flóanum árið 1968. Sólin skein og fjallahringurinn skartaði sínu fegursta og tíbráin titraði þegar litið var í áttina til hafs. Ég var að fara út eftir kaffi. Þá renndi bíll í hlað á Galtastöðum og lítil stúlka kom út ír bílnum með fallegan hvolp í fanginu. Hún heilsaði mér og sagði: „Vantar þig ekki hund?" Ég sagði „nei". Hún fór vonsvikin aftur inn í bílinn. En svo vildi til að dyrnar inn í bæinn voru opnar og Dísa heyrði til okkar. Hún sagði: „Taktu hvolpinn af henni, þú getur þá fargað honum ef hann verður vandræðagripur." Ég hljóp að bílnum þar sem hann var að snúa við, opnaði dyrnar og sagði við súlkuna: „ég skal geyma hundinn fyrir þig." Bjart bros færðist yfir varir stúlkunnar. „Hann heitir Kópur. Við erum úr Kópavoginum. Það eru tveir aðrir hvolpar heima og við vorum að vita hvort einhver vildi ekki eiga þennan úti í sveit. Ég er svo glöð yfir því að þú vilt eiga hann af því þá þarf hann ekki að deyja." Stúlkan faðmaði og kyssti hvolpinn þegar hún kvaddi hann. „Bless Kópur minn" sagði hún og nokkur tár komu niður kinnar hennar þegar hún fór inn í bílinn. Kópur var svartur með hvíta bringu og trýni, með dökkgulum svæðum á milli, mjög fallegur.
Erlingur, 15 ára fór strax að leika sér við hvolpinn. Ragnar, 7 ára var á næsta bæ. Þegar hann kom heim trúði hann varla að við ættum svona fallegan hvolp. Það kom fljótt í ljós að Kópur var mjög skynsamur hundur. Strákarnir léku sér mikið við hann. Þeir kenndu honum að sækja allt sem kastað var, spýtur og bolta. Þeir földu fyrir honum allskonar hluti og alltaf fann Kópur þá aftur, vildi þá ekki sleppa því og hafði gaman af að láta strákana elta sig. Hann var mjög hlýðinn og fljótur að læra. Einu tók hann upp á þegar hann var fullvaxinn hundur. Hann fór að hlaupa í kindur og hesta og vildi ekki hætta því. Eftir eina slíka ferð fékk hann skell á rassinn og hann stökk aldrei framar í fénað eftir það.
Á fyrri hluta ævi Kóps vorum við með heimalning, svartan hrút. Þegar búið var að gefa honum pelann kom Kópur og sleikti hann í framan. Hrússa líkaði þetta vel og hann stóð alveg kyrr. Þeir léku sér mikið saman. Kópur fékk hrútinn til að elta sig. Hann reyndi að stanga Kóp sem hljóp alltaf undan. Þeir tóku svo leikhlé, lögðust á túnið skammt frá hvor öðrum og horfðust í augu, alltaf tilbúnir að byrja aftur. Eftir því sem hrúturinn stækkaði varð leikurinn hraðari og æstari. Dag einn síðsumars, rétt áður en hrússi hvarf af vettvangi voru þeir að leika sér og ég sá að í þetta skipti var leikurinn óvenju harður. Þeir voru við götu sem lá fram að fjárhúsum. Þar voru nokkrar þúfur. Allt í einu heyrði ég Kóp væla og væla. Vælið hætti ekki. Ég fór því og athugaði hvernig ástandið væri hjá þeim. Greinilegt var að Kópur hafði ekki komist undan einni atlögu hrútsins og hafði lent á bakinu milli þúfna. Svartur lá svo á maganum ofan á honum, teygði frá sér afturlappirnar og lagði aðra framlöppina yfir hálsinn á Kóp, undir kjálkana svo hann gat ekki glefsað. Hann hélt Kóp alveg föstum svo hann gat ekkert gert nema vælt. Ég tók hrússa ofan af Kóp og hann var feginn að losna. Svartur stóð gleitt og horfði á Kóp sigri hrósandi með glampa í augum eins og hann vildi segja: „Í þetta skipti hafði ég betur." Eftir þetta atvik hætti Kópur mikið til að stríða hrússa.
Kópur var duglegur að þefa uppi mink. Einu sinni sá ég hann koma hlaupandi á eftir einum sem stakk sér beint í Galtastaðaflóðið. Kópur stakk sér á eftir. Þetta var á hans yngri árum og fáir hundar voru jafn duglegir að synda og hann. Minkurinn kafaði hvað eftir annað en alltaf styttist kafsundið. Loks hætti minkurinn að kafa, en synti í hringi. Kópur fór styttri hring, náði loks minknum og kom með hann dauðan að landi.
Strákarnir voru sífellt að leika sér við Kóp. Þegar snjór var á veturna lét Ragnar Kóp draga snjóþotu. Hann batt band í hálsólina, settist á snjóþotuna og kastaði spýtu eins langt og hann gat. Þá hljóp Kópur af stað en Ragnar sat á snjóþotunni og hafði mikið gaman af. Síðan var spýtunni kastað aftur og aftur. Stundum þegar þeir voru komnir langt út á tún þá kallaði ég í Kóp sem kom þá á harðaspretti heim. Bæði Ragnar og Kópur höfðu mikið gaman af. Kópur var með stærri hundum og fór nokkuð létt með þetta.
Kópur fór alltaf með mér á fjárhúsin. Á meðan ég gaf kindunum lék hann sér við þær. Hann fór með mér í fjósið og lá í fóðurganginum á meðan ég var að mjólka. Hann var ómissandi þegar verið var að sækja kýrnar á sumrin. Þegar fjósið og hlaðan var byggð var Kópur alltaf á iði í kringum smiðina. Þeir höfðu gaman af honum. Hann lá skammt frá þeim með spýtu fyrir framan sig sem þeir köstuðu stundum eða földu. Einu sinni settu þeir spýtuna upp á vinnupallinn. Kópur gafst ekki upp heldur klöngraðist upp stigann, en það var eitt það erfiðasta fyrir hann sem ég sá hann gera.
Á yngri árum Kóps gekk hundafár. Hundarnir á bæjunum í kring drápust. Hann fékk þessa pest og varð mjög veikur, lá kyrr og gat ekki hreyft sig. Það var ekki hægt að sjá annað en að hann myndi deyja. Við áttum súlfatöflur. Ég gat komið tveim töflum alveg niður í háls á honum og við sáum að hann reyndi að koma þeim niður með veikum mætti. Næsta dag var hann farinn að depla augunum og var aðeins betri. Ég lét töflur upp í hann og þær runnu niður. Næstu töflur sleikti hann úr hendi minni, var greinilega alveg viss um að þetta hjálpaði honum. Eftir nokkra daga var hann alveg búinn að ná sér eftir þessi veikindi.
Með aldrinum varð hann þungur á sér og nennti ekki að fara þegar ég þurfti að senda hann. Þá skaust hann bakvið háar þúfur og þóttist vera að gera þarfir sínar eða bara lagðist niður og faldi sig. Að lokum veiktist hann mjög alvarlega, gat ekki komið neinu frá sér og kvaldist mikið. Ég fór með hann til dýralæknisins sem sprautaði hann. Hann dó í aftursætinu í bílnum hjá mér og er grafinn hjá gömlu réttinni við Galtastaðaflóðið.
(2004)
Sögur af hestum
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Jarpur
Jarpan hest áttum við í Helli, mjög duglegan, skapmikinn og viljugan. Hann var taminn fyrir vagn og sláttuvél. Við strákarnir töluðum um að láta þá keppa, Kol og Jarp en við létum þá aldrei gera það því við vissum að báðir vildu verða fyrstir.
Oft lét ég Jarp draga sleðann í mjólkurflutningum, þá fékk hann stundum að ráða á heimleiðinni því mér þótti mjög gaman að fara hratt yfir hjarnið. Tvisvar fór ég í fjallferð og var þá með Jarp og Grána. Einu sinni á fjalli komum við seinni part dags með safnið úr Skaftholtsréttum í Skeiðaréttir. Þrír fóru í Hrunaréttir til að sækja Skeiða- og Flóafé. Þegar við komum í Skeiðaréttir fengum við þær fréttir að það væri svo margt fé úr Hrunaréttum að þeir réðu ekki við það þrír. Voru þá 5 eða 6 sendir þeim til aðstoðar. Ég var einn þeirra og fór á Jarp. Þegar við vorum staddir við Sandlæk kom Högni í Laxárdal á eftir okkur. Hann hafði verið með okkur á fjalli. Hann var á rauðum fallegum hesti, viljugum. Hann fór hratt yfir á hröðu brokki og fór fram úr öllum, en við Jarpur vorum fremstir. Högni ætlaði fram úr okkur líka. Ég gaf Jarp lausan tauminn en hann gat farið mjög hratt á brokki án þess að hlaupa upp. Við Högni vorum hlið við hlið, en alltaf var Jarpur hálslengd á undan. Við fórum hratt upp alla Sandlækjarmýri yfir Laxárbrú, en í brekkunni við Hólakot fór hestur Högna að dragast aftur úr. Þá kallaði Högni til mín og sagði: „Heyrðu Brynjólfur, eigum við ekki að stoppa, við erum orðnir svo langt á undan." Ég sagði það sjálfsagt. Þegar Högni fór af baki sagði hann: „Það er ekki hægt að segja að Flóamenn séu allir illa ríðandi."
Jarpur var fljótur að hlaupa og aldrei sá ég hest sem hafði við honum. Eitt sumarkvöld var unga fólkið úr Kolsholtshverfinu að fara á íþróttaæfingu út við Hróarsholtskletta. Allir voru á hestum. Það hafði rignt um daginn og allar götur blautar. Ég var á Jarp og var með þeim fremstu. Þá kom Magnús í Flögu á fjörugum hesti og fór mikinn. Hann fór fram úr öllum en þegar kom að okkur tók Jarpur kipp og ég réði ekkert við hann. Magnús var skammt á eftir og fékk drulluna yfir sig. Ég reyndi eins og ég gat að stoppa Jarp en án árangurs. Við stoppuðum ekki fyrr en heima á hlaði í Flögu. Þegar við fórum af baki var Magnús mjög drullugur í framan. Ég sagði við Magnús: „Fyrirgefðu, ég réði ekkert við hestinn." Hann sagði: „Ég réði ekkert við minn heldur."
Venja var að fara með hryssur í stóðhestagirðinguna í Yrpuholti. Stundum voru margir í hóp og var oft farið hratt yfir. Kvöld eitt var ég með í för þegar nokkuð stór hópur var á leið í girðinguna. Við áttum um einn kílómetra ófarinn að hliðinu. Þá bar þar að Sigurð í Kolsholti á bleikri hryssu sem hafði orðið fyrst á kappreiðum Sleipnis við Hróarsholtskletta helgina áður. Hann hleypti henni fram úr öllum. Þegar Sigurð bar að tók Jarpur mjög snöggan kipp og var á undan síðasta hálfa kílómetrann eða svo. Nokkrir menn voru komnir að hliðinu og þar á meðal Gestur í Hróarsholti. Þegar við stoppuðum gekk Gestur í hring um Bleiku hryssuna hjá Sigurði og sagði: „Er þetta ekki hryssan frá Haugi sem var fyrst í kappreiðunum?" „Það er rétt." Mælti Sigurður. „Hún hefur ekki við vagnhestinum frá Helli!" „Ég ætlaði ekki framúr," sagði Sigurður þá. „Við sáum allir að þú ætlaðir framúr" sagði þá Gestur. Þennan hest tamdi ég með aðferð Jóns í Vatnsholti.
Blesa
Þegar ég kom að Galtastöðum 1956 var þar rauðstjörnótt hryssa með rauðblesótt folald. Þessi hross voru komin af hrossum sem Guðmundur Ófeigsson og Erlingur Guðmundsson höfðu komið með frá Fjalli á Skeiðum. Sú blesótta var kölluð Blesa. Þegar hún var veturgamalt tryppi lenti hún á flækingi. Hún fór upp í Vorsabæjarhverfi og sama dag komst þangað hrossahópur úr Gegnishólahverfinu. Þangað var Blesa rekin með þeim hóp. Ég sá hana ekki meira þetta sumar. Um haustið sótti ég hana út að Bræðratungu í Stokkseyrarhreppi. Ég fór með gamla skjótta meri, Skjónu til að reka með henni. Við pípuhliðið í Holti stoppaði Skjóna, þefaði af því og gekk svo yfir á bitunum sem voru undir pípunum. Ég gat ekki stoppað hana því ég rak þær á undan. Blesa fór á eftir en annar afturfótur Blesu fór milli rimlanna. Hún féll niður og var föst. Þarna lá hún hreyfingarlaus. Ef hún hefði hreyft sig eitthvað þá hefði afturfóturinn brotnað. Ég flýtti mér heim að Holti, en spurning var hvort Blesa myndi liggja kyrr. Þeir Holtsbræður voru fljótir að koma, tóku með sér járnkarl og okkur tókst að rífa upp tvær pípur. Þegar þær voru lausar stóð Blesa upp, hljóp af stað og sá ekkert á henni.
Eftir þetta sumar fór Blesa alltaf á flakk. Það hélt henni engin tveggja eða þriggja strengja girðing. Hún stakk hausnum milli strengja og fór svo rólega í gegn. Þar sem girðingar lágu að lækjum eða flóðum þá óð hún bara fyrir endann. Tvö ár sótti ég hana að Litlu-Sandvík, eitt haustið að Hróarsholti. Sumarið eftir hvarf hún og ég vissi ekki fremur venju hvar hún var. Hrossaréttir voru afstaðnar og ekki kom Blesa fram. En seint í nóvember stóð hún einn morgun á bæjarhólnum. Daginn eftir gerði snjókomu með roki og frosti. Einn nágranni minn kallaði hana „vitlausu merina", en ég sagði að hún væri ekki vitlaus heldur gáfuð. „Kallarðu þetta gáfur – þessa óþægð?!" var spurt.
Þegar Blesa var orðin leiðitöm fór Ragnar á bak henni og reið henni eins og hún væri tamin fram og aftur um veginn. Þannig voru öll hross af þessu kyni, ljúf, góð og aldrei nein vandamál að temja þau. Ekki óþæg – heldur gáfuð.
Sprengja
Brúnskjótta hryssu kom ég með frá Helli að Galtastöðum. Hún var hálfsystir Jarps. Hún var ekki mikið tamin en þæg og viljug. Hún var með brúnt folald sem var hryssa undan Gáska frá Hrafnkelsstöðum sem var af Hornafjarðarkyni. Rétt eftir að ég kom með þessi hross að Galtastöðum flækti folaldið sig í gaddavír sem ég varð að klippa af henni. Hún fékk djúpan skurð frá snoppu, niður hálsinn og alla leið niður á hóf hægra megin. Ég smurði skurðinn með júgursmyrsli. Þetta var lengi að gróa en það greri vel. Eftir þetta var hún hrædd við vír alla sína ævi.
Ég byrjaði strax að temja hana. Þegar hrossin voru komin í hús strauk ég henni, tók upp á henni fæturna, klappaði henni og notaði aðferð Jóns í Vatnsholti við að róa hana. Þetta gerði ég frá því hún var folald. Ég varð alltaf að reka hrossin inn í hesthús til að ná í hana. Hún var mjög hrædd við vír og alla strengi. Ég lagði snæri á veginn og þó að öll hrossin hlypu yfir snærið þá gerði hún það ekki. Ég lagði snæri að hesthúsdyrunum og þá fór hún oft ein inn en hin hrossin hlupu yfir snærið. Ég fór ekki á bak henni inni í hesthúsi fyrr en hún var 5 vetra. Hún var lengi að róast og tamningin tók langan tíma. Ég fór ekki á bak henni úti fyrr en eftir langan tíma því þar var hún stygg. Hún sneri sér alltaf í hringi þegar ég fór á bak henni. Ég lofaði henni að snúast þangað til hún stoppaði, þá beið hún róleg þangað til ég var búinn að ná ístaðinu hinu megin en þá rauk hún af stað. Svo viljug var hún að ég réði varla við hana. Hún var oft æst og gaf frá sér soghljóð með nösunum sem ég heyrði aldrei frá nokkrum hesti. Af því hlaut hún nafnið Sprengja. Hún var stór, vel vaxin og falleg. Það kom enginn á bak henni nema ég og Erlingur. Nokkrum sinnum reiddi ég Ragnar fyrir framan mig bæjarleið. Til að ná honum á bak fór hann upp á brúsapallinn og fór á bak fyrir framan mig og hafði mikið gaman af. Þegar við komum aftur fór hann af baki á brúsapallinum.
Einu sinni mætti ég Jóni Pálssyni dýralækni á veginum. Hann stoppaði bílinn, kom út, skoðaði hana vel og vandlega, strauk henni, tók upp fæturna og sagði loks: „Viltu ekki selja mér þennan gæðing?" Ég sagði, það er til eitt orð yfir það: „Nei".
Sprengja varð því miður ekki gömul. Einn þurrkdag á miðju sumri fór ég fyrir hádegi upp að Selfossi. Þegar ég kom heim stóð Sprengja við hliðið upp í Dælur. Við vorum að keyra heim hey allan daginn. Þegar strákarnir fóru að sækja kýrnar sneru þeir við og komu hlaupandi til mín norður á tún og sögðu: „Hún Sprengja liggur dauð við hliðið." Hún var þá aðeins 15 vetra. Við grófum hana í hólinn fyrir norðan hliðið. Ég kallaði hólinn eftir það Sprengjuhól.
Eftir dauða Sprengju kom ég ekki mikið á hestbak. Mér fannst enginn hestur jafnast á við hana, átti ég þó alltaf hesta sem hægt var að koma á bak á meðan ég bjó í sveit.
(2004)
Jarpur
Jarpan hest áttum við í Helli, mjög duglegan, skapmikinn og viljugan. Hann var taminn fyrir vagn og sláttuvél. Við strákarnir töluðum um að láta þá keppa, Kol og Jarp en við létum þá aldrei gera það því við vissum að báðir vildu verða fyrstir.
Oft lét ég Jarp draga sleðann í mjólkurflutningum, þá fékk hann stundum að ráða á heimleiðinni því mér þótti mjög gaman að fara hratt yfir hjarnið. Tvisvar fór ég í fjallferð og var þá með Jarp og Grána. Einu sinni á fjalli komum við seinni part dags með safnið úr Skaftholtsréttum í Skeiðaréttir. Þrír fóru í Hrunaréttir til að sækja Skeiða- og Flóafé. Þegar við komum í Skeiðaréttir fengum við þær fréttir að það væri svo margt fé úr Hrunaréttum að þeir réðu ekki við það þrír. Voru þá 5 eða 6 sendir þeim til aðstoðar. Ég var einn þeirra og fór á Jarp. Þegar við vorum staddir við Sandlæk kom Högni í Laxárdal á eftir okkur. Hann hafði verið með okkur á fjalli. Hann var á rauðum fallegum hesti, viljugum. Hann fór hratt yfir á hröðu brokki og fór fram úr öllum, en við Jarpur vorum fremstir. Högni ætlaði fram úr okkur líka. Ég gaf Jarp lausan tauminn en hann gat farið mjög hratt á brokki án þess að hlaupa upp. Við Högni vorum hlið við hlið, en alltaf var Jarpur hálslengd á undan. Við fórum hratt upp alla Sandlækjarmýri yfir Laxárbrú, en í brekkunni við Hólakot fór hestur Högna að dragast aftur úr. Þá kallaði Högni til mín og sagði: „Heyrðu Brynjólfur, eigum við ekki að stoppa, við erum orðnir svo langt á undan." Ég sagði það sjálfsagt. Þegar Högni fór af baki sagði hann: „Það er ekki hægt að segja að Flóamenn séu allir illa ríðandi."
Jarpur var fljótur að hlaupa og aldrei sá ég hest sem hafði við honum. Eitt sumarkvöld var unga fólkið úr Kolsholtshverfinu að fara á íþróttaæfingu út við Hróarsholtskletta. Allir voru á hestum. Það hafði rignt um daginn og allar götur blautar. Ég var á Jarp og var með þeim fremstu. Þá kom Magnús í Flögu á fjörugum hesti og fór mikinn. Hann fór fram úr öllum en þegar kom að okkur tók Jarpur kipp og ég réði ekkert við hann. Magnús var skammt á eftir og fékk drulluna yfir sig. Ég reyndi eins og ég gat að stoppa Jarp en án árangurs. Við stoppuðum ekki fyrr en heima á hlaði í Flögu. Þegar við fórum af baki var Magnús mjög drullugur í framan. Ég sagði við Magnús: „Fyrirgefðu, ég réði ekkert við hestinn." Hann sagði: „Ég réði ekkert við minn heldur."
Venja var að fara með hryssur í stóðhestagirðinguna í Yrpuholti. Stundum voru margir í hóp og var oft farið hratt yfir. Kvöld eitt var ég með í för þegar nokkuð stór hópur var á leið í girðinguna. Við áttum um einn kílómetra ófarinn að hliðinu. Þá bar þar að Sigurð í Kolsholti á bleikri hryssu sem hafði orðið fyrst á kappreiðum Sleipnis við Hróarsholtskletta helgina áður. Hann hleypti henni fram úr öllum. Þegar Sigurð bar að tók Jarpur mjög snöggan kipp og var á undan síðasta hálfa kílómetrann eða svo. Nokkrir menn voru komnir að hliðinu og þar á meðal Gestur í Hróarsholti. Þegar við stoppuðum gekk Gestur í hring um Bleiku hryssuna hjá Sigurði og sagði: „Er þetta ekki hryssan frá Haugi sem var fyrst í kappreiðunum?" „Það er rétt." Mælti Sigurður. „Hún hefur ekki við vagnhestinum frá Helli!" „Ég ætlaði ekki framúr," sagði Sigurður þá. „Við sáum allir að þú ætlaðir framúr" sagði þá Gestur. Þennan hest tamdi ég með aðferð Jóns í Vatnsholti.
Blesa
Þegar ég kom að Galtastöðum 1956 var þar rauðstjörnótt hryssa með rauðblesótt folald. Þessi hross voru komin af hrossum sem Guðmundur Ófeigsson og Erlingur Guðmundsson höfðu komið með frá Fjalli á Skeiðum. Sú blesótta var kölluð Blesa. Þegar hún var veturgamalt tryppi lenti hún á flækingi. Hún fór upp í Vorsabæjarhverfi og sama dag komst þangað hrossahópur úr Gegnishólahverfinu. Þangað var Blesa rekin með þeim hóp. Ég sá hana ekki meira þetta sumar. Um haustið sótti ég hana út að Bræðratungu í Stokkseyrarhreppi. Ég fór með gamla skjótta meri, Skjónu til að reka með henni. Við pípuhliðið í Holti stoppaði Skjóna, þefaði af því og gekk svo yfir á bitunum sem voru undir pípunum. Ég gat ekki stoppað hana því ég rak þær á undan. Blesa fór á eftir en annar afturfótur Blesu fór milli rimlanna. Hún féll niður og var föst. Þarna lá hún hreyfingarlaus. Ef hún hefði hreyft sig eitthvað þá hefði afturfóturinn brotnað. Ég flýtti mér heim að Holti, en spurning var hvort Blesa myndi liggja kyrr. Þeir Holtsbræður voru fljótir að koma, tóku með sér járnkarl og okkur tókst að rífa upp tvær pípur. Þegar þær voru lausar stóð Blesa upp, hljóp af stað og sá ekkert á henni.
Eftir þetta sumar fór Blesa alltaf á flakk. Það hélt henni engin tveggja eða þriggja strengja girðing. Hún stakk hausnum milli strengja og fór svo rólega í gegn. Þar sem girðingar lágu að lækjum eða flóðum þá óð hún bara fyrir endann. Tvö ár sótti ég hana að Litlu-Sandvík, eitt haustið að Hróarsholti. Sumarið eftir hvarf hún og ég vissi ekki fremur venju hvar hún var. Hrossaréttir voru afstaðnar og ekki kom Blesa fram. En seint í nóvember stóð hún einn morgun á bæjarhólnum. Daginn eftir gerði snjókomu með roki og frosti. Einn nágranni minn kallaði hana „vitlausu merina", en ég sagði að hún væri ekki vitlaus heldur gáfuð. „Kallarðu þetta gáfur – þessa óþægð?!" var spurt.
Þegar Blesa var orðin leiðitöm fór Ragnar á bak henni og reið henni eins og hún væri tamin fram og aftur um veginn. Þannig voru öll hross af þessu kyni, ljúf, góð og aldrei nein vandamál að temja þau. Ekki óþæg – heldur gáfuð.
Sprengja
Brúnskjótta hryssu kom ég með frá Helli að Galtastöðum. Hún var hálfsystir Jarps. Hún var ekki mikið tamin en þæg og viljug. Hún var með brúnt folald sem var hryssa undan Gáska frá Hrafnkelsstöðum sem var af Hornafjarðarkyni. Rétt eftir að ég kom með þessi hross að Galtastöðum flækti folaldið sig í gaddavír sem ég varð að klippa af henni. Hún fékk djúpan skurð frá snoppu, niður hálsinn og alla leið niður á hóf hægra megin. Ég smurði skurðinn með júgursmyrsli. Þetta var lengi að gróa en það greri vel. Eftir þetta var hún hrædd við vír alla sína ævi.
Ég byrjaði strax að temja hana. Þegar hrossin voru komin í hús strauk ég henni, tók upp á henni fæturna, klappaði henni og notaði aðferð Jóns í Vatnsholti við að róa hana. Þetta gerði ég frá því hún var folald. Ég varð alltaf að reka hrossin inn í hesthús til að ná í hana. Hún var mjög hrædd við vír og alla strengi. Ég lagði snæri á veginn og þó að öll hrossin hlypu yfir snærið þá gerði hún það ekki. Ég lagði snæri að hesthúsdyrunum og þá fór hún oft ein inn en hin hrossin hlupu yfir snærið. Ég fór ekki á bak henni inni í hesthúsi fyrr en hún var 5 vetra. Hún var lengi að róast og tamningin tók langan tíma. Ég fór ekki á bak henni úti fyrr en eftir langan tíma því þar var hún stygg. Hún sneri sér alltaf í hringi þegar ég fór á bak henni. Ég lofaði henni að snúast þangað til hún stoppaði, þá beið hún róleg þangað til ég var búinn að ná ístaðinu hinu megin en þá rauk hún af stað. Svo viljug var hún að ég réði varla við hana. Hún var oft æst og gaf frá sér soghljóð með nösunum sem ég heyrði aldrei frá nokkrum hesti. Af því hlaut hún nafnið Sprengja. Hún var stór, vel vaxin og falleg. Það kom enginn á bak henni nema ég og Erlingur. Nokkrum sinnum reiddi ég Ragnar fyrir framan mig bæjarleið. Til að ná honum á bak fór hann upp á brúsapallinn og fór á bak fyrir framan mig og hafði mikið gaman af. Þegar við komum aftur fór hann af baki á brúsapallinum.
Einu sinni mætti ég Jóni Pálssyni dýralækni á veginum. Hann stoppaði bílinn, kom út, skoðaði hana vel og vandlega, strauk henni, tók upp fæturna og sagði loks: „Viltu ekki selja mér þennan gæðing?" Ég sagði, það er til eitt orð yfir það: „Nei".
Sprengja varð því miður ekki gömul. Einn þurrkdag á miðju sumri fór ég fyrir hádegi upp að Selfossi. Þegar ég kom heim stóð Sprengja við hliðið upp í Dælur. Við vorum að keyra heim hey allan daginn. Þegar strákarnir fóru að sækja kýrnar sneru þeir við og komu hlaupandi til mín norður á tún og sögðu: „Hún Sprengja liggur dauð við hliðið." Hún var þá aðeins 15 vetra. Við grófum hana í hólinn fyrir norðan hliðið. Ég kallaði hólinn eftir það Sprengjuhól.
Eftir dauða Sprengju kom ég ekki mikið á hestbak. Mér fannst enginn hestur jafnast á við hana, átti ég þó alltaf hesta sem hægt var að koma á bak á meðan ég bjó í sveit.
(2004)
2009-04-04
Ásbúðir
Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Borgarís skammt frá
Konungur íshallarinnar
andar köldu á landið
þoka breiðist yfir ströndina
Kvöldganga
fjörugrjótið
syngur við
fætur okkar
Hafið leikur
undir sinn
þunga óð við
sker og klappir
Kollur á eggjum
blikar við bakkann
bíða eftir að
ungar gári vatnið
Í fjarlægð
gagg í lágfótu
bíður færis að
færa björg í bú
Ásbúðir
töfraland
náttúrunnar
á Skaga
Júní 2005
Borgarís skammt frá
Konungur íshallarinnar
andar köldu á landið
þoka breiðist yfir ströndina
Kvöldganga
fjörugrjótið
syngur við
fætur okkar
Hafið leikur
undir sinn
þunga óð við
sker og klappir
Kollur á eggjum
blikar við bakkann
bíða eftir að
ungar gári vatnið
Í fjarlægð
gagg í lágfótu
bíður færis að
færa björg í bú
Ásbúðir
töfraland
náttúrunnar
á Skaga
Júní 2005
2009-04-03
Um busavígslur
Nú er busavígslum framhaldsskólanna lokið enn eitt árið. Segja má að ef finna eigi sameiginlegt þema allra busavígsluathafna þá sé það niðurlæging. Þó einhverjir segist skemmta sér [1] þá er vart hægt að horfa framhjá því að nýnemarnir eru uppnefndir, boðnir upp, látnir skríða, drekka ógeðsdrykki, ganga drullubraut, það er krotað á þá með litum, þeir eru klæddir í skringileg föt, látnir leysa þrautir, það er öskrað á þá, skvett vatni eða hveiti og eldri samnemendur þeirra upphefja sig á móti með því að tapa sér inn í einskonar yfirboðarahlutverk sem oftar en ekki tekur á sig mynd harðneskjulegrar drottnunar. Hér er ekki verið að tala um neinn sérstakan skóla. Það nægir að slá inn örfá leitarorð, lesa bloggsíður og skoða myndir. Af þessum heimildum er yfrið nóg á netinu um þessar mundir.
Mín eigin busavígsludagskrá byrjaði með hefðbundinni niðurlægingarræðu þar sem við nýnemarnir vorum ávarpaðir á frekar óvirðulegan hátt. Síðan hófst eltingarleikur þar sem eldri nemar eltu busana uppi og handsömuðu þá. Að því búnu vorum við borin út í Laugarvatn, vatni var ausið yfir okkur og einhver orð borin fram. Loks var okkur hent í vatnið og þá var allt um garð gengið. Þetta var árið 1977. Þrátt fyrir bréf ráðuneytis [2] og góða viðleitni skólamanna til að hafa stjórn á málum [3] virðast athafnir þessar frekar hafa færst í aukana en hitt þegar horft er á langt tímabil. Leikrænir tilburðir hafa tilhneygingu til að aukast frá ári til árs og hættan á að einhverjir fari offari er alltaf nálæg. Skólamenn hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr þessu en það er eins og tíðarandinn ráði samt alltaf ferðinni.
Af hverju hafnar nemendasamfélagið ekki ákveðið öllum tilburðum til opinberrar niðurlægingar nokkurs hóps eða einstaklinga, jafnvel þó heita eigi að um leik sé að ræða?
Birtist 20.11.2005 á http://www.vina.net/
[1] http://www.valdisbjork.com/archives/2004/09/busavigslur.html
[2] http://www.fsh.is/news.asp?ID=390&type=one&news_id=313&menuid=
[3] http://www.flensborg.is/maggi/moggagreinar/busabol.htm
Mín eigin busavígsludagskrá byrjaði með hefðbundinni niðurlægingarræðu þar sem við nýnemarnir vorum ávarpaðir á frekar óvirðulegan hátt. Síðan hófst eltingarleikur þar sem eldri nemar eltu busana uppi og handsömuðu þá. Að því búnu vorum við borin út í Laugarvatn, vatni var ausið yfir okkur og einhver orð borin fram. Loks var okkur hent í vatnið og þá var allt um garð gengið. Þetta var árið 1977. Þrátt fyrir bréf ráðuneytis [2] og góða viðleitni skólamanna til að hafa stjórn á málum [3] virðast athafnir þessar frekar hafa færst í aukana en hitt þegar horft er á langt tímabil. Leikrænir tilburðir hafa tilhneygingu til að aukast frá ári til árs og hættan á að einhverjir fari offari er alltaf nálæg. Skólamenn hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr þessu en það er eins og tíðarandinn ráði samt alltaf ferðinni.
Af hverju hafnar nemendasamfélagið ekki ákveðið öllum tilburðum til opinberrar niðurlægingar nokkurs hóps eða einstaklinga, jafnvel þó heita eigi að um leik sé að ræða?
Birtist 20.11.2005 á http://www.vina.net/
[1] http://www.valdisbjork.com/archives/2004/09/busavigslur.html
[2] http://www.fsh.is/news.asp?ID=390&type=one&news_id=313&menuid=
[3] http://www.flensborg.is/maggi/moggagreinar/busabol.htm
2009-04-02
Minningarbrot frá stríðsárum
Eftir Brynjólf Guðmundsson fyrrum bónda á Galtastöðum í Flóa
10. maí 1940 var tímamótadagur á Íslandi. Þá hernámu Bretar Ísland. Þeir tóku fyrst staði sem þeir töldu mikilvæga, þar á meðal Kaldaðarnes í Flóa því þar á bökkum Ölfusár var hægt að lenda flugvélum. Þeir geru fljótlega nothæfan flugvöll sem var mikið notaður sem æfingaflugvöllur.
Bretar auglýstu hættusvæði á Loftsstaðasandi niðri við sjóinn. Þar köstuðu þeir niður sprengjum dag eftir dag þegar veður leyfði. Flugvélar Bretanna tóku alltaf sveig upp á landið til að hækka flugið og steyptu sér svo niður að skotmarkinu sem var á sandinum. Einu sinni þegar þeir voru að hækka flugið misstu þeir niður sprengju sem lenti nálægt kúahjörð á Galtastöðum. Kýrnar stukku í allar áttir með halana upp í loftið. Fólkið var við heyskap þar skammt frá og var mildi að ekki hlaust slys af. Daginn eftir komu Bretar að skoða staðinn þar sem sprengjan lenti.
Jón Jónsson bóndi á Loftsstöðum átti trillubát á sandinum sem Bretar gerðu að skotmarki. Báturinn var allur sundurskotinn. Magnús Öfjörð sem þá var hreppstjóri í Gaulverjabæjarhreppi kærði þetta til sýslumannsins á Selfossi. Yfirmaður úr hernum kom að Gaulverjarbæ. Magnús fór með honum niður á sand að skoða bátinn. Þeir fóru að Loftsstöðum, hittu Jón og hann fór með þeim að skoða bátinn. Þegar þeir voru á leið þangað komu flugvél og fór að skjóta á bátinn. Magnús og hermaðurinn lögðust niður og kölluðu í Jón að gera hið sama. Jón sinnti því engu og gekk hiklaust áfram eins og ekkert væri. Flugmaðurinn hefur séð þá og hætti að skjóta á meðan þeir voru á sandinum. Þetta var síðasti bátur sem róið var frá Loftstaðasandi.
Seinnipart árs 1940 fóru þýskar flugvélar að koma upp að landinu. Í byrjun árs 1941 fóru þær að koma lengra með auknum bensínbirgðum. Auglýst var að þeir sem sæju þýskar vélar ættu að leggjast niður því þær væru á lágflugi þegar þær kæmu og af þeim gæti stafað hætta.
9. febrúar 1941 var bjart og gott veður. Þá var ég staddur á holtinu fyrir norðan Kolsholt að sækja hesta sem þangað höfðu farið. Þá sá ég flugvél í lágflugi koma úr suðri yfir Syðri Sýrlæk og stefna beint þangað sem ég var staddur. Ég fór að fyrirmælunum og lagðist niður milli hárra þúfna. Flugvélin flaug mjög lágt. Þetta var þýsk vél með hakakross á stélinu. Hún var svo nærri að ég sá flugmanninn vel. Smá gluggi hringlaga var aftur við stél og þar sat maður. Báðir voru þessir menn með stálhjálma en ekki skinnhúfur eins og sagt er frá í annarri frásögn. Frá mínum sjónarhóli séð flaug vélin beint í stefnu á Selfoss. Ég heyrði skothríð þegar hún skaut á varðstöð Breta við Ölfusárbrú. Vélin hækkaði síðan flugið og flaug vestur í mikilli hæð. Sagt er að hún hafi flogið yfir Reykjavík en mér fannst hún ekki lengi utan sjónsviðs. Ég sá hana vel þegar hún kom aftur úr þeirri ferð. Hún lækkaði flugið yfir Kaldaðarnesi og þá heyrði ég aftur skothríð. Að því búnu flaug vélin með ströndinni og var alltaf að hækka flugið. Síðast sá ég til hennar yfir Vestmannaeyjum. Þá fyrst sá ég tvær breskar flugvélar koma á eftir henni. Þær voru á móts við Stokkseyri og náðu aldrei til þeirrar þýsku. Í öðrum frásögnum er ekki minnst á þessar tvær vélar sem eltu. Þegar Bandaríkjamenn tóku að sér varnir Íslands voru alltaf tvær vélar í gangi úti á flugvelli til að fljótara væri að koma vélum á loft þegar þýskar vélar kæmu.
Skipalestir á leið til Rússlands fóru oft fyrir sunnan land og sigldu eins nærri landi og hægt var. Oft heyrðust sprengingar frá hafinu en mesta sprengingin sem ég heyrði var þegar stærsta herskipi Breta, Hood var sökkt úti af Reykjanesi. Þetta var mjög þung sprenging og mér fannst ég finna loftþrýstingsbylgju þó að fjarlægðin væri mikil.
Á stríðsárunum var útvarpað á íslensku frá Berlín einu sinni í viku í fimm mínútur í senn. Þessar sendingar voru á stuttbylgju og þær náðust yfirleitt ekki á útvörp sem seld voru á þessum tíma því stuttbylgjur voru teknar úr útvarpstækjunum. Í Kolsholtshelli áttum við gamalt þýskt Telefunken útvarpstæki með stuttbylgjum. Við settum upp loftnet af brekkubrúninni fyrir ofan bæinn, um 30 metra langt og yfir í íbúðarhúsið. Við hlustuðum á þessar útsendingar Þjóðverja því þær voru á íslensku. Það var minnst á þessar sendingar í blöðunum og við fundum þær. Íslendingur var þulur en hver hann var vissum við ekki. Framan af stríðsárunum var þetta lof um yfirburði þýska hersins. Einu sinni man ég eftir því að hann sagði að þýskar flugvélar væru „sprengfimari" en þær bresku. Tvö síðustu stríðsárin var þessum sendingum hætt. Nú er þetta gamla þýska Telefunken útvarpstæki á byggðasafninu á Flúðum.
Júní 2005.
10. maí 1940 var tímamótadagur á Íslandi. Þá hernámu Bretar Ísland. Þeir tóku fyrst staði sem þeir töldu mikilvæga, þar á meðal Kaldaðarnes í Flóa því þar á bökkum Ölfusár var hægt að lenda flugvélum. Þeir geru fljótlega nothæfan flugvöll sem var mikið notaður sem æfingaflugvöllur.
Bretar auglýstu hættusvæði á Loftsstaðasandi niðri við sjóinn. Þar köstuðu þeir niður sprengjum dag eftir dag þegar veður leyfði. Flugvélar Bretanna tóku alltaf sveig upp á landið til að hækka flugið og steyptu sér svo niður að skotmarkinu sem var á sandinum. Einu sinni þegar þeir voru að hækka flugið misstu þeir niður sprengju sem lenti nálægt kúahjörð á Galtastöðum. Kýrnar stukku í allar áttir með halana upp í loftið. Fólkið var við heyskap þar skammt frá og var mildi að ekki hlaust slys af. Daginn eftir komu Bretar að skoða staðinn þar sem sprengjan lenti.
Jón Jónsson bóndi á Loftsstöðum átti trillubát á sandinum sem Bretar gerðu að skotmarki. Báturinn var allur sundurskotinn. Magnús Öfjörð sem þá var hreppstjóri í Gaulverjabæjarhreppi kærði þetta til sýslumannsins á Selfossi. Yfirmaður úr hernum kom að Gaulverjarbæ. Magnús fór með honum niður á sand að skoða bátinn. Þeir fóru að Loftsstöðum, hittu Jón og hann fór með þeim að skoða bátinn. Þegar þeir voru á leið þangað komu flugvél og fór að skjóta á bátinn. Magnús og hermaðurinn lögðust niður og kölluðu í Jón að gera hið sama. Jón sinnti því engu og gekk hiklaust áfram eins og ekkert væri. Flugmaðurinn hefur séð þá og hætti að skjóta á meðan þeir voru á sandinum. Þetta var síðasti bátur sem róið var frá Loftstaðasandi.
Seinnipart árs 1940 fóru þýskar flugvélar að koma upp að landinu. Í byrjun árs 1941 fóru þær að koma lengra með auknum bensínbirgðum. Auglýst var að þeir sem sæju þýskar vélar ættu að leggjast niður því þær væru á lágflugi þegar þær kæmu og af þeim gæti stafað hætta.
9. febrúar 1941 var bjart og gott veður. Þá var ég staddur á holtinu fyrir norðan Kolsholt að sækja hesta sem þangað höfðu farið. Þá sá ég flugvél í lágflugi koma úr suðri yfir Syðri Sýrlæk og stefna beint þangað sem ég var staddur. Ég fór að fyrirmælunum og lagðist niður milli hárra þúfna. Flugvélin flaug mjög lágt. Þetta var þýsk vél með hakakross á stélinu. Hún var svo nærri að ég sá flugmanninn vel. Smá gluggi hringlaga var aftur við stél og þar sat maður. Báðir voru þessir menn með stálhjálma en ekki skinnhúfur eins og sagt er frá í annarri frásögn. Frá mínum sjónarhóli séð flaug vélin beint í stefnu á Selfoss. Ég heyrði skothríð þegar hún skaut á varðstöð Breta við Ölfusárbrú. Vélin hækkaði síðan flugið og flaug vestur í mikilli hæð. Sagt er að hún hafi flogið yfir Reykjavík en mér fannst hún ekki lengi utan sjónsviðs. Ég sá hana vel þegar hún kom aftur úr þeirri ferð. Hún lækkaði flugið yfir Kaldaðarnesi og þá heyrði ég aftur skothríð. Að því búnu flaug vélin með ströndinni og var alltaf að hækka flugið. Síðast sá ég til hennar yfir Vestmannaeyjum. Þá fyrst sá ég tvær breskar flugvélar koma á eftir henni. Þær voru á móts við Stokkseyri og náðu aldrei til þeirrar þýsku. Í öðrum frásögnum er ekki minnst á þessar tvær vélar sem eltu. Þegar Bandaríkjamenn tóku að sér varnir Íslands voru alltaf tvær vélar í gangi úti á flugvelli til að fljótara væri að koma vélum á loft þegar þýskar vélar kæmu.
Skipalestir á leið til Rússlands fóru oft fyrir sunnan land og sigldu eins nærri landi og hægt var. Oft heyrðust sprengingar frá hafinu en mesta sprengingin sem ég heyrði var þegar stærsta herskipi Breta, Hood var sökkt úti af Reykjanesi. Þetta var mjög þung sprenging og mér fannst ég finna loftþrýstingsbylgju þó að fjarlægðin væri mikil.
Á stríðsárunum var útvarpað á íslensku frá Berlín einu sinni í viku í fimm mínútur í senn. Þessar sendingar voru á stuttbylgju og þær náðust yfirleitt ekki á útvörp sem seld voru á þessum tíma því stuttbylgjur voru teknar úr útvarpstækjunum. Í Kolsholtshelli áttum við gamalt þýskt Telefunken útvarpstæki með stuttbylgjum. Við settum upp loftnet af brekkubrúninni fyrir ofan bæinn, um 30 metra langt og yfir í íbúðarhúsið. Við hlustuðum á þessar útsendingar Þjóðverja því þær voru á íslensku. Það var minnst á þessar sendingar í blöðunum og við fundum þær. Íslendingur var þulur en hver hann var vissum við ekki. Framan af stríðsárunum var þetta lof um yfirburði þýska hersins. Einu sinni man ég eftir því að hann sagði að þýskar flugvélar væru „sprengfimari" en þær bresku. Tvö síðustu stríðsárin var þessum sendingum hætt. Nú er þetta gamla þýska Telefunken útvarpstæki á byggðasafninu á Flúðum.
Júní 2005.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)