Færslur

2009-04-28

Gengið um fjöruna

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Ég geng um fjöruna
á blöðruþanginu
Bárurnar koma
hver af annarri með
drifhvítan faldinn


Vefja sterkum
örmum sínum
um glerhálar klappir
Gefa landinu
leikföng sín
sprek og skeljar


Börn landsins
byggja kastala
og borgir í sandinum
sem vefja um sig
birtu frá sindrandi
norðurljósum


Hverfa í háum röstum
og dynjandi brimgný


(Október 2002)

Engin ummæli: