Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þegar sólin gægðist
yfir austurfjöllin
Var jörðin komin
í jólakjólinn sinn
drifhvíta
Og mosinn efst
í fjallinu búinn
að draga hvíta sæng
upp fyrir höfuð
Rjúpan kúrir
í kjarrinu
Klettarnir horfa
á manninn nálgast
Aftur til baka
liggja spor hans
með blóðdropum
á kjólfaldinum
drifhvíta
Hann var aðeins
að ganga til rjúpna
og njóta lífsins
(Mars 2003)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli