Færslur

2009-09-21

Íslenskur texti við þýska þjóðlagið Krambambuli sem nota má sem afmælissöng

Sumir lesenda kannast kannski við þýska stúdentalagið Krambambuli. Sjá hér í flutningi Erich Kunz: http://www.youtube.com/watch?v=l32n5yncfmM&feature=related

Lag þetta er þýskt þjóðlag en þýski textinn er eftir þýska skáldið Christoph Friedrich Wedekind (1709-1777) en hann notaði dulnefnið Crescentius Koromandel. Sá texti er um vín bruggað úr einiviði en þennan íslenska texta sem hér kemur á eftir má sem best nota sem afmælissöng og hnika til orðum svo löng eða stutt nöfn komist fyrir í textanum.

Afmælissöngur.

Það tómlegt er ekki í tímans glasi
og teljast þar árin í reynslusjóð.
Við göngum á fund með gleðifasi
og gjalla látum söngvaljóð.

Viðlag: (x2)
Já höfum nú í hámæli að X (hann/hún) á afmæli
já (hann/hún) á afmæli, já afmæli.

Já tíminn hann upp á okkur lítur,
og andvari hans nemur staðar hljótt.
En augnabliksgleðin hún ekki þrýtur,
og orðin þau hljóma í söngnum ótt.

Viðlag: (x2)
Já höfum nú í hámæli að X (hann/hún) á afmæli
já (hann/hún) á afmæli, já afmæli.

Höf. texta Ragnar Geir Brynjólfsson.

Engin ummæli: