Færslur

2009-04-25

Heimsókn til afa

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa

Afi komdu sestu hjá mér
Hér er bókin hvað er að frétta
Hér er mús með litla fætur
Hér er líka villisvínið

Hér er stokkönd líka skeiðönd
líka er hér skúfönd, straumönd
sjáðu spóa líka starra
Hér er lítill snjótittlingur

Sjáðu skötu og skötuselinn
og krókódíllinn er hér líka
Sjáðu ýsu líka lýsu
lýri er hérna langa, keila

Hér er ljónið sebra og api
pokadýrið, padda, panda
Hér er hundur, hestur, krummi
Maríuhæna komdu og sjáðu

Litlir fingur fletta bókum
Litlir fætur á gólfi tifa
Blessaðir verið blíðu strákar
með dökkbrún augu svarta lokka

Engin ummæli: