Færslur

2009-04-25

Frá Filippseyjum - 11

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa

Kvöld eitt á
eyjunum grænu
sá ég skógardísina
svífa milli trjánna
hún dansaði á
pálmablöðunum


Ég heyrði hana syngja
ég er í trjánum fjöllunum
í öllu landinu
komdu til mín
ferðamaður


þeir sem sjá mig og heyra
komast ekki
frá mér aftur
þeir eru fangar
mínir að eilífu


(2005)

Engin ummæli: