Færslur

2009-05-09

Draumur við lækinn

Eftir Brynjólf Guðmundson frá Galtastöðum í Flóa


Hér ertu litli lækur
sem rennur í brekkunni
niður að ánni


Hestar mínir
svala þorsta sínum
ég halla mér að þúfu


Þú stækkar og verður á
sem rennur í gljúfrum
með háa fossa
straumköst regnboga


Grænir hyljir með
grónum bökkum
Flugeldar draumsins
í ljúfum svefni
Hestar mínir
toga í tauminn


Nú ertu bara
lítill lækur
sem rennur
í brekkunni
niður að ánni.



(2004)

Engin ummæli: