Færslur

2009-05-10

Gamlir leikstaðir

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Sandbergið
Hulduhóll
Kúalá
Mosasteinn

Sem var barinn
með hömrum
lítilla barna
þar til hann skalf

Lindin í
brekkunni
sem enn
rennur
um túnið

Spjallasól
grafin
í grónu
túni

Nú sjást
ekki lengur
kóngulóarvefir
í hrossapunti
eða fiðrildi
á ágústkvöldi

Mýrin sundurskorin
lífríki dautt

Óðinshani kría
keldusvín farið
fúamýrin tún.


(2002.)

Aths. Spjallasól er brekka í landi Kolsholtshellis í Flóa. Hún er í brekkunni við veginn heim að bænum. Þar var gott skjól og háar þúfur þar sem börnin á bænum léku sér.

Engin ummæli: