Færslur

2009-04-08

Vetur

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Ég geng móti
vetrarkuldanum
Á ferð minni
bý ég til ljóð


Þau lyfta mér
til skýjanna
til Norðurljósanna
og stjarnanna


Þau gefa vængjum
mínum kraft
til að svífa um
heiminn og gleyma


Ferð mín er á góðum tíma
þegar ég kem aftur
finn ég spor mín
í snjónum



(2004)

Engin ummæli: