Færslur

2009-04-16

Frá Filippseyjum - 1

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa



Þessi djúpi litur
í dimmrauðum skýjum


Vindurinn blæs
á blöð pálmanna
sem blakta
eins og vængir


Og landið flýgur
með mig
á vængjum pálmanna
inn í dimmrautt
ský morgunroðans
við sólarupprás



(2004)

Engin ummæli: