Færslur

2009-04-30

Flogið til Íslands

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Yfir Grænlandi
í ellefu kílómetra hæð
Skýhnoðrar
við sjóndeildarhring
Ég horfi niður á morgunroðann


Mörg glitrandi
augu sólarinnar
bak við blóðrauð ský
Mjúkir armar
sólstafanna
vefja sig um
gil og gljúfur jökulsins


Lending á Íslandi
í glampandi sólskini


(Október 2002)

Engin ummæli: