Færslur

2009-05-23

Vetur

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Skafrenningur
Fiðlubogi
stormsins


Það hvín í
ýlustráinu
á baðstofuþakinu


Veltandi skafrenningur
þenur bogastrenginn
á ýlustráinu


Brothljóð slitinn
bogastrengur
Vorið kom í nótt


(2003)

2009-05-22

Fegurð Flóans

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum
Í blautri mýrinni
hefur blómflóran
drukkið í sig
daggardropa næturinnar


Fuglasaungur
Andardráttur jarðarinnar
í heitri lognmollu
morgunsins


Síðdegis útræna af hafinu
Léttar bylgjur loftsins
vagga puntstráum


Hillingar til hafsins
Óráðin vindský
á austur og vesturfjöllum


Myndsalur fjallahringsins
Fegurð Flóans
fullkomin


(Desember 2002)

2009-05-21

Frostnótt

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Sólin kemur upp
fyrir norðan Heklu
og þýðir héluna
Glitrandi regnbogar
dansa á fallandi laufi
Morgunn(2003)

2009-05-20

Frostrós

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í FlóaÉg ligg lítill drengur
í gömlu baðstofunni
horfi á kvistina
í súðinni taka á sig
margskonar myndirFjöll tröll og álfa
ævintýraheimur
á baðstofusúðinniLaufblað á glugga
Ég rís upp til
að taka það af
Finn aðeins kalt glerRétt seinna
Fullkomin frostrós
með puttafar
á einföldu gleriTvöfalt gler
engin frostrós(Desember 2002)

2009-05-19

Mynd

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í FlóaMynd mín
liggur marflöt
á botni tjarnarinnarHreyfist sem tíbrá
þegar golan
strýkur vatnsflötinn

Hverfur þegar ég
geng burt

--
Ljóðið birtist með minnigargrein um Jóhann Guðmundsson í Morgunblaðinu 27. febrúar 1999. Það misritaðist þannig að skrifað stóð: „þegar golan strikar vatnsflötinn“. Þetta leiðréttist hér með.

2009-05-18

Grænland

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í FlóaGrænland
því grætur þú
tár þín eru
stór hvít
og frosin
þau falla
í djúp hafsins
og eru þín
landvörn


Grænland
þú verður
stöðugt
að gráta(1993)

2009-05-17

Dagurinn

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í FlóaFagra nótt
eg var hjá þér
og stjörnum þínum


Bláa haf
eg var með þér
og bárum þínum


þú fagra tré
eg faldi mig
í laufi þínu
uns dagur rann(1995)

2009-05-16

Blekking

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Enn í kvöld
drekkum við
af þessum
barmafulla bikar
og teigum
þína skál
Blekking(2001)

2009-05-15

Ferðasaga

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Minn fyrsti bar hann var á bökkum Rín
Á bökkum Dónár drakk ég eðalvín
Á bökkum Rauðár mest mig hefur þyrst
Á bökkum Mósel hef ég vínið kysst


Við ána Inn þar leit ég barinn minn
Líka sá ég bar við Pódalinn
Við ána Tíber teygað ölið var
Við Ölfusána aldrei sat á bar(2002)

2009-05-14

Lönd minninganna

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Ég hlusta á
þig gánga
léttum fótum
um lönd
minninganna
í draumi
Hvar varst þú(2003)

2009-05-13

Bylgjandi gras

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Áður var
bylgjandi gras
fljúgandi fuglar
líf við fætur mína
Nú glymur
stafur minn
á malbikinu
Hörðu köldu
malbikinu
þar sem haustlaufin
frjósa(2004)

2009-05-12

Klukkurnar hringja

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég hlusta á
þig gánga
léttum fótum
um lönd
minninganna
í draumi
Hvar varst þú(2003)

2009-05-11

Haust (2)

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Fuglarnir fljúga
til hafsins
Enn er smalað
af heiðum
Rauð rennur áin
til sjávar
Haustið er komið
til landsins


Eg kem hér í dag
til að kveðja
eg kem kannski
aftur með vorið(2004)

2009-05-10

Gamlir leikstaðir

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Sandbergið
Hulduhóll
Kúalá
Mosasteinn

Sem var barinn
með hömrum
lítilla barna
þar til hann skalf

Lindin í
brekkunni
sem enn
rennur
um túnið

Spjallasól
grafin
í grónu
túni

Nú sjást
ekki lengur
kóngulóarvefir
í hrossapunti
eða fiðrildi
á ágústkvöldi

Mýrin sundurskorin
lífríki dautt

Óðinshani kría
keldusvín farið
fúamýrin tún.


(2002.)

Aths. Spjallasól er brekka í landi Kolsholtshellis í Flóa. Hún er í brekkunni við veginn heim að bænum. Þar var gott skjól og háar þúfur þar sem börnin á bænum léku sér.

2009-05-09

Draumur við lækinn

Eftir Brynjólf Guðmundson frá Galtastöðum í Flóa


Hér ertu litli lækur
sem rennur í brekkunni
niður að ánni


Hestar mínir
svala þorsta sínum
ég halla mér að þúfu


Þú stækkar og verður á
sem rennur í gljúfrum
með háa fossa
straumköst regnboga


Grænir hyljir með
grónum bökkum
Flugeldar draumsins
í ljúfum svefni
Hestar mínir
toga í tauminn


Nú ertu bara
lítill lækur
sem rennur
í brekkunni
niður að ánni.(2004)

2009-05-08

Við Gardavatnið

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Hér eru fjöllin mjög há
og myrkrið svo svart
En Venus skín skært
í Rómverskri nótt.


Minn hugur flaug hátt
yfir fjöll yfir ský.
Þar sem norðurljós skær
lýsa upp íslenska nótt.(2004)

2009-05-07

Vindharpan

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Vindurinn
leikur á hörpu sína
við ósa árinnar

Blágrænn sjórinn
og áin dansa
á sandinum

Stundum
villtan dans
sporlaust
á svörtum sandinum.(2002)

2009-05-06

Alpafjöllin

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Tignir tindar
snæviþaktir
ró þar sem
Alparós fellir
blöð sín
í klettaklifi

Golan strýkur
rauðbirknar
marglitar hlíðar
og haustlitað
hár ferðamanns
í fjallaskarðinu.(2004)

2009-05-05

Það er draumur þinn jörð

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þú frostharða nótt
þín héluðu strá
drjúpa höfði svo hljótt
yfir fannhvítan svörð


þín dúnmjúka mjöll
mun þiðna í vor
þá vaxa ný strá
það er draumur þinn jörð


Eftir frostharða nótt
eg horfi á þig strá
mig dreymdi svo rótt
minn draumur var þrá


---
Þetta ljóð ætla ég að tileinka afa mínum Brynjólfi og ömmu minni Guðríði.

2009-05-04

Heimsókn

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Afi komdu sestu hjá mér.
Hér er bókin hvað er að frétta?
Hér er mús með litla fætur.
Hér er líka villisvínið.


Hér er stokkönd, sjáðu skeiðönd.
Líka er hér skúfönd, straumönd.
Sjáðu spóa líka starra.
Hér er lítill snjótittlingur.


Sjáðu skötu og skötuselinn.
Og krókódíllinn er hér líka.
Sjáðu ýsu, líka lýsu.
Lýri er hérna, langa - keila.


Hér er ljónið, sebra og api.
Pokadýrið padda og panda.
Hér er hundur, hestur, krummi.
Maríuhænan komd 'og og sjáðu.


Litlir fingur fletta bókum.
Litlir fætur á gólfi tifa.
Bless þið verið blíðu strákar.
Með dökkbrún augu, svarta lokka.(2000)

2009-05-03

Á ferð í Texas

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Við vorum ferðamenn
í framandi landi.
Hátt á himni
kolsvart ský.
Eins og eldgos
frá Heklu væri
hún hér undir.


Sól ekki sest
samt sjást
ekki ljósin
í borginni.
Myrkur.
Svarta skýið
er komið
steypiregn.


Leiftrandi eldingar
skera loftið
Brennisteinslykt
stormurinn æðir
um götur og torg.
Glerbrotum rignir
úr húsunum háu.
Vegskilti brotna.
Bílarnir stoppa
því brimrót er komið af himninum.


Við vorum
skrefi á undan
skýstrokknum mikla.
Það dóu fjórir
í Dallas.(2000)

2009-05-02

Á ferð með kvæðamannafélaginu Iðunni

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Klingir hér í kyrrðinni.
Kliðmjúkt lag frá klukkunni.
Kveða lög í kirkjunni.
Kvæðafólk frá Iðunni.


Úr ferðalagi til Siglufjarðar með kvæðamannafélaginu Iðunni. (2000)

2009-05-01

Haust

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Regnúði dag eftir dag
skrautleg fiðrildi
í mildu haustlofti
Gul og rauð laufin
falla af trjánum
Fiðrildin og laufin
leikfang vindanna
Farfuglar bíða
á nöktum greinum


Norðanhljóð
komið í ána
Fuglarnir
fóru í nótt


(September 2002)