Færslur

2009-05-03

Á ferð í Texas

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Við vorum ferðamenn
í framandi landi.
Hátt á himni
kolsvart ský.
Eins og eldgos
frá Heklu væri
hún hér undir.


Sól ekki sest
samt sjást
ekki ljósin
í borginni.
Myrkur.
Svarta skýið
er komið
steypiregn.


Leiftrandi eldingar
skera loftið
Brennisteinslykt
stormurinn æðir
um götur og torg.
Glerbrotum rignir
úr húsunum háu.
Vegskilti brotna.
Bílarnir stoppa
því brimrót er komið af himninum.


Við vorum
skrefi á undan
skýstrokknum mikla.
Það dóu fjórir
í Dallas.



(2000)

Engin ummæli: