Færslur

2009-05-19

Mynd

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa



Mynd mín
liggur marflöt
á botni tjarnarinnar



Hreyfist sem tíbrá
þegar golan
strýkur vatnsflötinn

Hverfur þegar ég
geng burt





--




Ljóðið birtist með minnigargrein um Jóhann Guðmundsson í Morgunblaðinu 27. febrúar 1999. Það misritaðist þannig að skrifað stóð: „þegar golan strikar vatnsflötinn“. Þetta leiðréttist hér með.

Engin ummæli: