Færslur

2009-05-20

Frostrós

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa



Ég ligg lítill drengur
í gömlu baðstofunni
horfi á kvistina
í súðinni taka á sig
margskonar myndir



Fjöll tröll og álfa
ævintýraheimur
á baðstofusúðinni



Laufblað á glugga
Ég rís upp til
að taka það af
Finn aðeins kalt gler



Rétt seinna
Fullkomin frostrós
með puttafar
á einföldu gleri



Tvöfalt gler
engin frostrós



(Desember 2002)

Engin ummæli: