Færslur

2009-05-15

Ferðasaga

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Minn fyrsti bar hann var á bökkum Rín
Á bökkum Dónár drakk ég eðalvín
Á bökkum Rauðár mest mig hefur þyrst
Á bökkum Mósel hef ég vínið kysst


Við ána Inn þar leit ég barinn minn
Líka sá ég bar við Pódalinn
Við ána Tíber teygað ölið var
Við Ölfusána aldrei sat á bar(2002)

Engin ummæli: