Færslur

2009-05-06

Alpafjöllin

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Tignir tindar
snæviþaktir
ró þar sem
Alparós fellir
blöð sín
í klettaklifi

Golan strýkur
rauðbirknar
marglitar hlíðar
og haustlitað
hár ferðamanns
í fjallaskarðinu.



(2004)

Engin ummæli: