Færslur

2009-05-05

Það er draumur þinn jörð

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Þú frostharða nótt
þín héluðu strá
drjúpa höfði svo hljótt
yfir fannhvítan svörð


þín dúnmjúka mjöll
mun þiðna í vor
þá vaxa ný strá
það er draumur þinn jörð


Eftir frostharða nótt
eg horfi á þig strá
mig dreymdi svo rótt
minn draumur var þrá


---
Þetta ljóð ætla ég að tileinka afa mínum Brynjólfi og ömmu minni Guðríði.

Engin ummæli: