Sumartíð - vögguvísa að vori.
(Íslenskur söngtexti við lagið Summertime eftir George Gershwin.)
Sumartíð, já og sumarblíða.
Langur vetur nú að baki er.
Lóusöngur, lýkur öllum kvíða.
Létt grát þínum angi, lífið mun hjúfra þér.
Einhvern morgun, muntu vakna og vitja,
vængja þinna, hefja söngsins klið.
En fram að þeim tíma, mun ég hjá þér sitja,
og mamma og pabbi standa þér við hlið.
Höfundur texta: Ragnar Geir Brynjólfsson