Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Ég geng lengra
og lengra
upp brekkuna
Horfi á grænar hlíðar fjallsins
alveg upp á topp
Niður í dalinn
dimmgrænan
litina í gljúfrinu
Ég heyri landið hvísla
við hvert skref:
Komdu lengra!
Ég er alveg að hverfa
í gilið dimmgræna
þá heyri ég kallað:
Afi hvert ertu að fara? Snúðu við!
(2004)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli