Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Borgarís skammt frá
Konungur íshallarinnar
andar köldu á landið
þoka breiðist yfir ströndina
Kvöldganga
fjörugrjótið
syngur við
fætur okkar
Hafið leikur
undir sinn
þunga óð við
sker og klappir
Kollur á eggjum
blikar við bakkann
bíða eftir að
ungar gári vatnið
Í fjarlægð
gagg í lágfótu
bíður færis að
færa björg í bú
Ásbúðir
töfraland
náttúrunnar
á Skaga
Júní 2005
Engin ummæli:
Skrifa ummæli