Færslur

2009-03-12

Vetrarblóm

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa

Frostrós á ís
útsprúngin
breiðir út
blöð sín á ísinn

Ég skautaði
á ísnum
gerði rispur
í blöð þín
vetrarblóm


Nú geymi ég gömlu
skautana mína á safni


(28.1.2006)

Engin ummæli: