Færslur

2009-03-01

Við Kárahnúka

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Örlagavindar blása
um Kárahnjúka.
Sprenging í myrkvuðu gljúfrinu
Hamrarnir hrynja
Tár næturinnar
falla í ána

Óður Gljúfursins
heyrist ekki
Regnbogar í fossúðum hverfa
Blærinn hvíslar
að hreindýrum grágæsum
og smáfuglum
Farið annað
því flóðið kemur

Stormurinn kom
með fíngerðu leirfoki
Brandi var brugðið
á blóðrjótt lyngið
Bárur á vatninu
hvítar í faldinn
Mórauð ströndin
því landinu blæðir

Mín hrópandi rödd
út yfir vatnið
Hvað er glatað

(13.3. 2003)

Engin ummæli: