Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
I
Nú blæs golan
um fjallatinda
áður saung smalinn
við rætur fjallsins
Máni, stjörnur
norðurljós, fjallið
speglast í ánni
ljósbrot í bárum
sem finna
töfrastrengi
hörpunnar
við bakkann
Ég hlusta á saung næturinnar
II
Tæra táralind
í nótt sá ég
tár falla
hver felldi þau
Hvar læknaðist
hjarta með tárum
--
27. nóv. 2005.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli