Færslur

2009-03-05

Í Gimli í Kanada

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Konan í bláa kjólnum
hvíslar að mér
Talar þú íslensku
Ég kom alla leið
til að dansa við þig
einn dans
og tala nokkur orð
á íslensku
Hún hvíslar aftur
berðu kveðju mína
til fossanna fjallanna
dalanna heima
Hér segjum við alltaf
heim til Íslands

(Ágúst 2002)

Engin ummæli: