Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Nóttin læðist yfir landið,
lítill þytblær aðeins heyrist.
Áin kveður líka lögin,
létt og blítt við bakka sína.
Bjarmar fyrir björtum degi.
Báran kveður lög við sandinn.
Blómin anga blíðum ilmi.
Bláar stjörnur blika um nætur.
Hallar sumri haust er komið.
Horfir til mín hálfur máni.
Norðurljósin leiftra líka.
leiða mig í draumalandið.
(2000)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli