Færslur

2009-02-02

Vordægrin ljósu (Farfuglinn)

Eftir Arndísi Erlingsdóttur frá Galtastöðum í Flóa

Vordægrin ljósu.
Vorið kemur ætíð sunnan yfir sæ.
Sóley varpann litar þá hjá hverjum bæ.
Vaknar allt sem vetrarkuldi lagði í dá.
Veröld okkar ljómar blá, svo himinblá.
Kæri vinur komdu þá til mín,
komdu þegar júní sólin skín,
vertu alltaf velkominn hjá mér,
vordægrin ljósu
syng ég og fagna með þér.

(Ort um 1980-)
Þessi texti hefur verið sunginn af kirkjukórum Gaulverjabæjar og Stokkseyrarsókna.

Engin ummæli: