Færslur

2009-02-03

Sumarnóttin

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa

Ég geng út í
sumarnóttina
Bæirnir fljóta
í dalalæðunni

Og heim aftur
rek ég spor mín
í döggvotu grasinu

Því kýrin var borin
og krían vöknuð

Minning um heim
einnar nætur

(1979)

Engin ummæli: