Færslur

2009-02-13

Skýjaglópar

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Til okkar sem sjá
myndlausa skugga
af skýjum
svífa til jarðar
sjáum náttúruna öðruvísi

Búum til ljóð
um haf himin
vindinn ástina
svik dauða drauma
vöknum í morgunroðanum

Eigum samleið
stutta stund
einginn sá okkur koma
einginn fara
við erum skýjaglópar

(24.12.2005)

Engin ummæli: