Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Svö fögur var blandan
af skýjum birtu og rökkri
að svanurinn fagri
flaug syngjandi
en gætti sín ekki
á rafstreng sem lá yfir flóðið
Saungurinn þagnar
hann örendur svífur
til jarðar
Gargandi vargar
um kvöldið
þeir gráðugir
rífa til hjartans
(1982)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli