Færslur

2009-02-26

Minning

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa


Ég lék mér að leggjum
við vegginn
þennan vordag
Það glymur í beislum
og hófatraðk heyrist
þegar höfðingjar
stíga af baki
við kotbæinn

Það er gengið með girðingum
gengið um heygarð
og húsin drjúpa höfði
í lotningu
fyrir úttektarmönnunum

Ég hlustaði hljóður
á klið vorsins
þetta kvöld



(1989)

Engin ummæli: