Færslur

2009-02-19

Í Flatey

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa

Fagra ský
morgunroðans
fær hugur minn
far með þér
til Flateyjar

Þar sem Hannes og Gísli
féllu að fótum
Freysgoðs
og drukku
sem óðir væru
af Óðrera
og ljóð þeirra
runnu hratt
út í bláan
Breiðafjörðinn

þú fagra ský
morgunroðans
oft fær hugur minn
far með þér
til Flateyjar

(1987)

Engin ummæli: