Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum í Flóa
Stjörnubjört nótt
leiftrandi
norðurljós
í mánaskini
Spor mín
í snjónum
sem hverfa
Dimma nótt
svart hár þitt
Blá augu þín
stjörnur
Tár þín regnið
sem féll á götu mína
Norðurljós
roðinn í kinnum þínum
Svala nótt
eg vakna
hjá þér
og heyri fljótið
leika lög
við bakka sína
Blærinn andar
á háls minn
og hlustar
hvar hjarta slær
Svartur fugl flýgur
frá hömrunum háu
Rykið það fýkur
af götunum gráu
Nótt þú ert horfin
með augun þín bláu
(2003)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli