Færslur

2009-01-29

Austanfjallspolki

Eftir Arndísi Erlingsdóttur frá Galtastöðum í Flóa


Snjólétt er Hellisheiði,
hindruð er ekki leið
um bæi og sveitir
sunnan lands.
Blikandi byggða ljósin,
bárur við Þjórsárósinn
fara í leik og léttan dans.


Knarrarós vitinn vísar
veginn um haf og ísa
veröldin þá verður mín
létt eins og leiftur blossar,
ljúf eins og ástar kossar
gyllt eins og glóandi vín.

Venus í vestri ljómar,
vindharpan skæra ómar
tunglskinið töfrar þetta svið.
Bátar við bryggju festar,
bíða með tómar lestar
sækja á sjávarins mið.

Knarrarós vitinn vísar
veginn um haf og ísa
veröldin þá verður mín
létt eins og leiftur blossar,
ljúf eins og ástar kossar
gyllt eins og glóandi vín.


(Ort 1970-)

Engin ummæli: