Færslur

2009-05-22

Fegurð Flóans

Eftir Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum




Í blautri mýrinni
hefur blómflóran
drukkið í sig
daggardropa næturinnar


Fuglasaungur
Andardráttur jarðarinnar
í heitri lognmollu
morgunsins


Síðdegis útræna af hafinu
Léttar bylgjur loftsins
vagga puntstráum


Hillingar til hafsins
Óráðin vindský
á austur og vesturfjöllum


Myndsalur fjallahringsins
Fegurð Flóans
fullkomin


(Desember 2002)

Engin ummæli: