Færslur

2009-02-22

Geitasmalinn

Eftir Arndísi Erlingsdóttur frá Galtastöðum í Flóa

Í Týról þar sem tinda hylur snær,
í trjánna skjóli stendur fjalla bær,
og lítil kirkja ljós og turna fá,
með ljúfum hreimi klukkur hennar slá.

(klukknahringing).

Þar geitasmalinn gengur skógar stig,
og gamla flautu skilur ei við sig,
er tónar hennar titra í dalsins firrð,
með tærum hljómi rjúfa skógar kyrrð.

(flautuhljóð).

En glatt varð þar í geitakofans rann
er geitasmalinn lítinn kiðling fann,
og leit hans augna dimma djúpa hyl,
hve dásamlegt var þá að vera til.



(1988)

Engin ummæli: